29.10.2008 | 23:01
Af vængjum Bláklúts duttu kettir tveir
Ég veit ekki hvernig það gerðist en það duttu tveir kettir niður á húsþakið hjá mér snemma í dag, og það furðulega við það var að þeir féllu af vængjum Bláklúts sem er einkarella vinkonu minnar. Hvað vinkona mín var að þvælast með að hnita hringi yfir húsinu mínu þetta snemma morguns er mér enn hulin ráðgáta og hvað þá hvað þessir kettir voru að laumufarþegast með henni á Bláklút. Sjónarvottur hefur þó tjáð mér að hann sé þess fullviss að kettirnir sem hímdu á væng Bláklúts hafi verið fjórir, tveir gulir og tveir gráir. En því féllu þá aðeins þeir gráu af vængnum? Því ekki einn grár og einn gulur? Veit ekki hvort þeir höfðu skipt sér í lið og voru eitthvað að takast á þarna á fluginu þar sem þeir höfðu boðið sér frítt með vinkonu minni eða hvort þetta var afleiðing misheppnaðs ofurbragðs þeirra að skylmast með bundið fyrir augun. Alla vega voru þeir með klúta fyrir augunum þegar ég fann þá. Þessir elskur skullu bara þarna niður við hliðina á mér eins og ekkert væri,, smalllllll en kettir hafa níu líf og þeir hafa ekki verið á því níunda, settust upp eftir smá stund, hristu hausinn og mjálmuðu titillagið að Turninum, þvílík snilld. Þvílík snilld segi ég aftur og aftur, ég hefði getað svarið að þetta væri sjálfur Daníel og félagi sem breimuðu þarna í kór. Mér var svo brugðið að ég hafði ekki rænu á að taka þetta upp þarna á staðnum heldur brölti aftur á bak inn um kvistgluggann til að sækja mjólk, skál og harðfisk. Nú sit ég uppi með tvo ketti sem neita að fara og reyni að ná sambandi við vinkonu mína á Bláklúti en það svarar alltaf einhver köttur í símann og hlær bara.
Held ég leggi mig núna.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hva voru þeir að laumufarþegastÞeir hafa kannski verið að athuga hvort þeir gætu flogið en vissu að þeir þyrftu hjálp í fyrstu atrenuKærleiksknús rugludósin í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:34
Líney, 30.10.2008 kl. 11:52
Ásta mín, heldurðu að það sé nú ekki komin tími á Voginn eða Geðdeild FSA.
Ég hef nú verið lokuð inni fyrir minna en þetta.
egvania, 30.10.2008 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.