Er enginn dugur í fólki lengur

Þvílíkt ofeldi og allt upp í hendurnar  sem er búið að ala ungu kynslóðina á hér undan farin ár er svo sannarlega að skila sér núna þegar kreppir að okkur.  Með sjálfri mér hugsa ég á blað, er þetta kannski það besta sem gat hent unga fólkið á Íslandi í dag. Ofaldir grísir að springa úr frekju. Það gekk reyndar svo gjörsamlega út í eitt það sem ég heyrði ungann mann segja í viðtali við fréttamann.  Þessi ungi maður var tilbúinn og sagði það að við ættum að fara undir Norðmenn eða bara eitthvað!!!!!!!  Er fólk virkilega tilbúið til að gefast upp, kann það ekki að berjast fyrir neinu lengur eða nennir  því ekki. Það er reyndar satt að fólk berst ekki fyrir réttindum sínum fyrr en það verður svangt. Og ætla ég að vona að við þurfum að bíða lengi eftir því og vona að það gerist ekki. 

Það sem ég reyndar óttast mest þessa dagana er innrás frá Bretum, sorry vonandi úr lausu lofti tekinn þessi ótti minn en samt....... Það er verið að leggja Ísland og Íslendinga í einelti út um allan heim.  Ráðast á þetta litla land og Bretarnir hafa sig fremst í frammi við það.  Bretar hafa aldrei fyrirgefið okkur sigurinn í síðasta Þorskastríði og ætla að ná hefndum núna.  Og hvað er meira að óttast fyrir okkur en reið þjóð og hvað þá með gamalt hatur til okkar.  Ég hef líka velt því fyrir mér, hver á að verja okkur eða hver mun vilja verja okkur ef á okkur verður ráðist. Almáttugur svo hugsa ég lengra og velti fyrir mér hvort barsmíðar frá Bretum í dag verði tilefni til þriðju heimstyrjaldarinnar.   Ekki þora Danir að verja okkur eða hafa nokkurn áhuga á því, Pólland Rússland eflaust frekar.   Jæja hugsa um þetta á morgun.

Ég er með slátur í matinn það er svo þjóðlegt á þessum tímum. Súrsaðir pungar og sviðalappir í tunnu fyrir þorrann.  

En hvað um það ég hugsa um stríð núna og aumingja unga fólkið okkar sem ætlar ekki að drulla út ósiggaðar hendur sínar til að verja afa sinn og ömmu. 

Gott að búa úti á landi núna, held að hér sé eitthvað að gerast. Wink  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 30090

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband