Nóttin mín fallega að skella á

Hér sit ég ein og húsið orðið hljótt, ef frá er talið hundarnir tveir þeir Kolur og Valli sem geta ekki sofnað af ótta við hvort hinn fái meira pláss við fætur mínar en hinn.  Dætur mínar ásamt vinkonum fóru að sjá leikrit sem sýnt var í Tjarnarborg í kvöld. Það má með sanni segja að undirbúningur fyrir leikhúsförina hafi verið mikill hjá þessum elskum.  Fyrst að máta og finna viðeigandi dress og síðan að punta sig til.  Þegar þær voru farnar varð mér litið inn á baðherbergið og hló og kallaði á húsbóndann að koma að sjá.   Það mátti sjá sléttujárn, snyrtidót og annað sem tilheyrir á við og dreif og augljóst að mikið hafði staði til.  Grin unglingsár dætra minna og vinkvenna erum víst að stíga í hlaðið.  Sýningin tókst með ágætum og vakti með þeim mikla lukku, vinkonurnar fengu að gista enda frí í skólanum á morgun. Já og ég þarf ekkert að sjá leikinn, fékk þetta allt endurleikið hér heima í stofu áðan.  Alltaf gott að spara sagði kellingin.

Ætla að loka öllum útihurðum vel í nótt, það er að skella í lás með slagbrand svo hann Kolur minn bjóði ekki Valla vini sínum sem fær að gista líka hér á eitthvað flakk.  Það er nefnilega þannig að dætur mínar gistu síðustu nótt hjá áðurnefndum vinkonum sínum og Kolur fékk að gista með.  Um sjö í morgun heyri ég að Kolur kemur inn og hélt að húsbóndinn hefði sett hann út í sín daglegu morgunverk.  En aldrei heyri ég hurðina lokast svo ég fer og athuga málið.. Er þá ekki Kolur minn mættur inn á gólf með Valla vin sinn með sér.  Veit ekkert um hvað þeir félagar voru búnir að þvælast, lán að þeir eru báðir geldir þannig að ekki hafa þeir hvolpað einhverjar tíkur sem þeir hafa hitt.   Kolur minn fer sínar leiðir og opnar allar hurðir ef honum sýnist svo, hann er svo klár þessi elska.  

Á morgun er saxafón dagur hjá mér og því best að fara að sofa og safna orku í lungun.

Góða nótt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Hún skal ég segja ykkur er þó nokkuð efnileg á saxafón Kolur, Valli og allar ömmustelpurnar eru frábær.

Þetta er ég  Light Bulbmyndin af mér datt út og ég fæ hana ekki inn aftur 





egvania, 10.11.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Var kolur að bjóða í mat kannski líkaOg syngur hann með þegar þú spila það er svo sætt Knús á þig

Ólöf Karlsdóttir, 10.11.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Kolur minn syngur ekki með en það gerir Valli hundurinn sem er oft hjá okkur.  Hann byrjar að spangóla um leið og ég tek upp hljóðfærið

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 10.11.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband