Jól í Fjallabyggð

Vaknaði inn í einn fegursta dag á árinu sem senn er á enda. Gekk í heim jólanna á efri hæðinni og stóð lengi og virti fyrir mér jólatréð okkar sem stendur í koníakstofunni, skreytt með jólaskrauti sem hvert og eitt á sína sögu og skartar marglitum ljósum. Úti sá ég morgunskímuna læðast yfir fjörðinn, hæglát til að raska ekki ró þeirri sem hvíldi á milli fjallanna. Ólafsfjörður er fallegur en í dag skartar hann sérstökum spariklæðnaði okkur til heiðurs.

Fyrir mér byrja jólin á Þorláksmessu og enda ekki fyrr en á miðnætti 6. janúar. Undanfarin ár hef ég haft það á tilfinningunni í öllum þeim hraða sem hefur fylgt að margur hefur ekki getað beðið eftir jólunum. Ekki síst fjölmiðlar og þeir sem selja varning í pakka og klæði utan á mannslíkamann. Ég hef velt fyrir mér hvort raunin geti verið sú hjá mörgum að þegar tekið hefur verið utan af jólapökkunum á aðfangadagskvöld þá eru jólin búin. Jafnvel strax á fyrsta virka degi milli jóla og nýárs fer að hellast yfir okkur tilkynningar um útsölur og hugleiðingar um þorrann sem bankar uppá á bóndadag.  Því eru allir að flýta sér svona?  Mér finnst eins og það sé búið að flýta jólunum og það sem áður var samfelld tveggja vikna jólahátíð sé  orðið kapphlaup milli verslana, auglýsinga og  jafnvel tónleika og  annarra viðburða sem áður tilheyrðu sjálfum jólunum í friði og ró eru núna eitthvað sem þarf að hespa af fyrir jólin.

En það sem af er mínum jólum hefur verið dásamlegt, aðfangadagur heima hjá systur minni þar sem við komum öll saman, fórum við systur síðan á jóladag og hlýddum á messu á Hornbrekku með mömmu, og í dag þessi fallegi dagur sem lætur mig muna hvað ég er heppin að fá að búa hér. 

Ég ætla að fá mér meiri tertu og kaffi, hafið það gott í dag.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 30208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband