Sunnudagsmorgun í friði og ró

Það er eitthvað sérstaklega notalegt að vakna snemma á frídegi, upplifa kyrrðina sem liggur yfir bænum, fylla húsið af kaffiilmi, narta í góðgæti og gera ekki neitt, sitja og njóta þessa að vera til. Þegar ég á svona stund þá finnst mér alltaf vera jóladagsmorgun, það er eitthvað sérstakt að vakna á jóladagsmorgni og ganga um húsið, kannist þið ekki við það?

En nú er mín t.d. búin að drekka þrjá kaffibolla, borða 6 smákökur+ Blush uppfull af koffíni og sykri þannig að álögin eru fallin af kyrrðarmorgninum.

Ég er búin að gera helling í desember, áttum stórkostlega stund með vinafólki og börnum þegar við fórum og náðum okkur í jólatré inn við Þelamörk, tónleikar í Tjarnaborg, litlu jólin í skólanum þar sem Erla mín tók þátt í helgileik, fjölskyldusamvera í kirkjunni þar sem dætur mínar voru að leika á hljóðfær og taka þátt í helgileik, nú nokkrir fundir vegna aðalskipulagsvinnu í Fjallabyggð og opinn fundur í Tjarnarborg, vera í vinnunni og reyna að halda sjálfri mér sæmilega vel til hafðri en eins og konur vita þá tekur það sífellt lengri og lengri tíma eftir því sem maður eldist.

Stundum gengur heljarinnar á í vinnunni og núna t.d. er ég með rispu á enninu og kúlu, rispuna fékk ég þegar datt á mig pappakassalok en mér er ómögulegt að muna hvernig ég fékk kúluna, man aðeins að ég rak mig í ææææ  ætli ég láti þetta ekki bara ganga yfir og sé ekkert að reyna að meika þetta. Þegar ég les þetta yfir þá mætti halda að ég væri í glasi í vinnunni úbbbbs ég er bara svona ölvuð af Pólverjunum.  

Það er yndislegt að vera út á landi hér er lífið, kreppan löngu búinn hjá okkur og góðærið kom aldrei.  Mér er þó minnisstætt ástandið í Ólafsfirði um 2000, þá var kreppa.... stórir vinnustaðir sem fóru í gjaldþrot og tugi manns missti vinnuna, fólk skyldi eftir húsin sín og flutti úr bænum, græna blokkin stóð auð marga mánuði og auðu húsin störðu út í myrkrið. Gengið varð óhagstætt fyrir útgerðir, verslanir lokuð  og allt gekk á.  Þetta þótti ekki merkilegt í augum stjórnmálamanna eða íbúa á höfuðborgarsvæðinu, enda hefur reynslan kennt landsbyggðinni að trúa og treysta á sjálfan sig frekar en nokkuð annað. 

Nú er 2009 að ganga í garð, ég held ég geti með réttu sagt að Ólafsfjörður er á uppleið aftur, það tók öll þessi ár, það má gera ráð fyrir 5 ára baráttu eftir kreppu og þá fer að síga á betri tíð hægt og bítandi.  

Við sem erum kristin þekkjum það sem Jesús sagði um kjaftshöggið og hinn vangann, ég hef alltaf túlkað þetta á þá leið að við eigum að gefa annað tækifæri, standa upp eftir kjaftshögg og halda áfram, láta engan slá okkur úr leik og ekki láta það sem aðrir þvælast fyrir okkur  verða okkur fjötur um fót. 

Stundum má segja að aðstæður verði erfiðar og við sjáum ekki að við komumst út úr þeim, þá er ráð að leggja árar í bát um stund og láta reka, safna krafti jafnvel borða nestið og safna orku, hugsa og finna réttu leiðina... þá verðurðu brátt tilbúin til að fara aftur fram af fullum krafti og sigra heiminn  jeeeeeeeLoL

Nú fer ég í meira kaffi og kökur, tilbúin í jólaverkin. Hallelúja vinir 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Ásta hvað ertu að reykja núna eða ertu í brugginu ?

 Það er þetta með Jesú og kjaftshöggið ef mér er rétt eitt þá gef ég tvö til baka ég tel mig kristna en get ómögulega tekið á móti gjöf nema gjalda fyrir og það ríflega.

 Við fórum ekki í neina verslunarferð en litum þó við í IKEA, Kringlunni og svo á heimleið litum við í Korputorg og þvílík hörmung ég á örugglega ekki eftir að fara í þann hrylling aftur.

egvania, 22.12.2008 kl. 05:48

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ásta mín það er gott að sitja með kaffibolla ,og hugsa um allt og ekkert Og það þekki ég að vera með marbletti án þess að vita af hverju ,jú svo man maður að maður rak´sig á eitthvað í gær eða fyrradag ,og maður nuddar bara smá og svo er það búið ,þangað til að maður er búin að skipta um lit Kveðja  Óla

Ólöf Karlsdóttir, 22.12.2008 kl. 20:09

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Guð gefi ykkur Gleðileg jól og farsældar á nýju ári kæra fjöldskylda. Jólakveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 23.12.2008 kl. 08:31

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar Ásta mín .Óla og vala

Ólöf Karlsdóttir, 23.12.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 30042

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband