Sólargeislar í janúar

Hvert skipti sem ég sé hana aftur þá gleðst ég jafn mikið. Hennar er beðið með óþreyju frá því hún fer og þar til hún kemur aftur. Í dag skein sól á Kleifum, við Kolur fórum í gönguferð og drukkum í okkur geisla sólarinnar sem minnti okkur á að með hverjum degi sem líður þá færumst við nær vorinu sem við bíðum eftir.

En því að bíða þegar maður þekkir hringrás ársins, því ekki að njóta hverjar árstíðar eins og hún kemur fyrir hverju sinni.  Það er spurning og oft hef ég velt fyrir mér þessari bið eftir hinu og þessu. Oft og tíðum einhverju sem er svo ekki þess virði að hafa beðið eftir því. En svona erum við og kannski er það sem gefur lífinu lit að hlakka til einhvers.

Það var svo stillt í dag, frosin jörðin marraði undan fótatakinu og ekki bærðist hár á höfði. Ég sá að einn Ytri - á  bróðirinn hafði ekki getað stillt sig um frekar en ég að skreppa á Kleifarnar og fá sér göngutúr um þennan stað sem hefur að geima svo margar minningar og nær alltaf að róa hugann og  gefur svör við spurningum sem eru hvíslaðar í faðm þeirra sem vaka yfir okkur.  Sitt hvoru megin við ána gengum við hvort með sínar hugsanir, nikkuðum kolli og héldum för okkar áfram.

Skilaðu kveðju til þeirra sem á því þurfa að halda báðu þau og segðu þeim að  allt verði í lagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Rómantík að Kleifum. Engir kleifhugar þar, er það nokkuð? Nei, nei, bara sveimhugar!

Björn Birgisson, 26.1.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Mikið er þetta fallegt,maður bara sá þetta fyrir sér.

Blíðlegt birtu knús.

til þín kæra vina

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 27.1.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Ásdís Ósk Valsdóttir

hæhæ Ásdís heiti ég og er dóttir Ólu Spiladósar. Má ég nokkuð fá spá hjá þér ? mig langar svo til að vita hvort að eitthvað eigi eftir að ganga upp hjá mér á árinu :)

Ásdís Ósk Valsdóttir, 28.1.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband