Því ekki Írland

Það var gaman að heimsækja Írland hér áður, munið hvað það var vinsælt.  Og hvað maður gat verslað ódýrt þarna, skellt sér á krá á nokkurra skrefa fresti og fengið þennan dásamlega bjór þeirra. Og viðleitni þeirra til að þjóna okkur Íslendingunum,  skrifa á skilti á Íslensku, buðu að geyma töskur og pinkla svo maður þyrfti ekki að dröslast með það um allan bæ og  voru svo hlýlegir á allan hátt.  Sveitirnar þeirra fallegar og já mér fannst gaman að koma til Írlands og allt of langt síðan síðast.

Að ógleymdu þá dreymdi mig dásamlegan draum þar sem rættist.  Tel Írland happaland mitt á eftir Íslandi. 

Við ættum kannski að heimsækja þá á næstunni og sýna þeim fjölskyldutengslin, því rakið er að Íslenskar konur eru komnar frá Írlandi. Fleiri en við nútímafólkið sem fór í verslunarleiðangur til ÍrlandsWink


mbl.is Vill ekki að Írlandi sé líkt við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sagðirðu pappaland eða happaland? Fyrirgefðu, var eitthvað hægt að nota strákana þarna á eyjunni grænu til góðra verka? Voru þeir ekki svo duglegir að fella hvern annan í nafni trúarinnar, þjóðarstoltsins, heiðursins og ................sorry, nenni þessu ekki. Voru þeir ekki allir heiðursmenn, innan við beinið, eins og kerlingin sagði?

Björn Birgisson, 31.1.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Írland er meiriháttar, svo á eftir að koma í ljós hvort þeir verða jafnfljótir og við að rífa sig upp úr 10% samdrætti með Evrópusambandið á herðunum.

Magnús Sigurðsson, 31.1.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Írland er æðislegt land gott að koma til ,fór á krá upp í sveit þar ,og það var bara æðislegt .Langar mikið að fara þangað aftur .Írsku böndin er mjög góð á disk með Ískri tónlist ,læt hann í tækið á morgun og fá góðar minningar 

Góða nótt er að fara í rúmið . 

Ólöf Karlsdóttir, 1.2.2009 kl. 00:37

4 Smámynd: egvania

Ásta manstu kráarröltið og búðar rápið og áætlun okkar að flytja út með karlana .

 Planið var þannig, samkvæmt umferðarmenningu Írlands á þessum árum þá áttu Finnur og Villi að gerast leigubílstjórar, þeir þurftu ekki að kunna aðrar reglur en þær að grænt er alltaf grænt og rautt er alltaf grænt. Við áttum að hafa það gott á Kráar og búðarrölti það er að segja þú að rúlla mér í hjólastólnum því fylgdi svo mikill þorsti að við sáum fram á það að við sætum á kránum þar til okkar eiginmenn söknuðu okkar og kæmu til að ná í okkur.

egvania, 1.2.2009 kl. 02:43

5 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Æi já ég væri alveg til að skreppa til Dublin núna og gera eitthvað skemmtilegt og fá mér að borða mmmmmmm.  Svo höfðu allar krár sinn sjarma sem haldið var í, vona að það sé svo enn.  Annars man ég eftir að mér fannst fólkið alveg eins og Íslendingar og hefði þess vegna alveg eins geta skroppið til Reykjavíkur.  En það var gaman í Dublin og ég held það sé kominn tími bráðum á eina ferð. 

Það var ekkert verið að fara eftir ljósunum maður átti líf sitt fráum fæti að launa þannig að ég verð að vera með þig í hjólastól næst þegar við förum. 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.2.2009 kl. 12:30

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Cowen brást illa við þessum orðum, og sagðist ekki líða að talað væri illa um Írland. Þá væri samanburður Barroso ekki réttur í ljósi þess, að Írland hefði notið efnahagsuppgangs undanfarin 12-13 ár.

Íslendingar almenningur fyrir 30 árum hafði einn mest úr að spila samborið við t.d, Íra, Portúgali,..

Þar sem fátækt er enn mikil þrátt fyrir ESB hagræðingu.

Írar eru algjör af sama stofni og við sem ég álít hafa byggt Suður- Noreg. Þar við landnám komu 70% þaðan [ríkust fjölskyldurnar] og Suður Noregur næstum dæmdist. Hinsvegar þegar við gengum Noregs Konungi á hönd og sagnritun fór í hvíld, Þá held ég nú að Norsku hanarnir [Niðjar hins hár-fagra] hafi eyðilagt karlgenin hér. Írar og Skotar eru almennt líkastir Íslendingum af öllum þjóðum sem ég hef kynnst. Grágásin kemur til Íslands á hverju ári frá heiðum Skotlands. Við vorum heiðin um landnám. Lögin voru grágæsar.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 19:31

7 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ef ég man rétt þá eru kvennagenin frá Írum, skýring var mér gefin sú að þeir sem fóru í víking frá Noregi til Íslands hefðu komið við á Írlandi og rænt konum til að hafa með í för.  Ekki veit ég meir um það

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 2.2.2009 kl. 20:25

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég kaupi hana ekki enda í samræmi við Norska söguskoðun.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 20:41

9 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Það var örugglega búið að genaprufa þetta með okkur konurnar.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 2.2.2009 kl. 23:01

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er sem ég meina frá Suður-Noregi fór 70-75% fólksins til Íslands. Vegna Ofríkis Haraldar. Það er í samræmi. Það eru að koma fram að í Suður hluta Skandinavíu bjuggu tveir genastofnar. Allavega var það siður fram á 20. öld að yfirvaldið þóttist geta vaðið í hverja sem var. Þess vegna álít karlgenin vafi litast af Norskum karlgenum [Haralds hárfagra] með við vorum undir Norskum yfirráðum. Norskir karlmenn er allt öðruvísi almennt en þeir Íslensku. 

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 23:32

11 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Nú skil ég hvað þú ert að fara.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 3.2.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 30038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband