Hvert fór veturinn?

Í glaðasólskini í morgun með fuglasöng og sumarfíling í lofti, fór ég að velta þessu fyrir mér. Hvað varð um veturinn, allt í einu er kominn apríl og mér finnst ég varla hafa dregið andann tvisvar síðan í október. Ætli þetta sé kreppuástand að tína tímanum svona gjörsamlega? Hver vika líður af annarri, misgóðar að vísu en allar bærilegar og rúmlega það.

Það var fallegt í Ólafsfirði í morgun, eldsnemma var ég komin á Kleifarnar og sá að það voru fleiri en ég sem ætluðu að nota góða veðrið. Sjá mátti hóp fólks á gönguskíðum á Ytri-á túnunum og það rauk á Búðarhól, fullt var við Syðri-á og trú hef ég á að líf færist í hin húsin hvað úr hverju. Fallegu Kleifarnar mínar, svo friðsælar og taka alltaf á móti manni með útbreiddan faðminn.

En nú er ég komin í páskafrí, búin að vinna í dag og þá er að njóta hátíðarinnar sem framundan er.

Gleðilega páska

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi, það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ekki skil ég hvað svona tappatogari er að þvælast á minni síðu.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.4.2009 kl. 09:52

3 Smámynd: Björn Birgisson

Minn tappatogari virkar vel! Gleðilega páska næstu 10 árin! Ástarkveðjur norður um heiðar!

Björn Birgisson, 12.4.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 30038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband