Finn ég eina mús

Stundum á maður falinn fjársjóð án þess að gera sér grein fyrir því. Í dag ætla ég að kanna eign sem ég hef litið á sem hálfgerða byrði og einskis nýta.  Það skyldi þó aldrei vera að þar væri falinn fjársjóður sem ég hef ekki gefið mér tíma til að leiða hugann að. 

Það er einmitt þetta sem við göngum og horfum of oft fram hjá, eitthvað sem er ekki auðséð og sjálfgefið að leynist verðmæti í.  Gæti verið að mýsnar hafi fundið sér skjól í eigninni minni og haldi þar villt partý hverja nótt og alla daga.

Að gefa sér tíma til að hugsa og finna lausnir er vanmetið, við æðum áfram og rótum í yfirborðinu dags daglega.  Að ganga upp með á eða út með fjöru, setjast á stein og tala við Guð þinn og Guð í sjálfri þér gefur yfirleitt lausnir á vandamálum sem þvælast fyrir okkur og við erum gjörn á að sópa undir teppi. Í nokkra daga hef ég einmitt verið á tali, reyndar ekki upp með á eða út með sjó, heldur í ölduróti eigin huga. Og viti menn Grin í morgun vaknaði ég með lausnina.  Hallelúja, mál að athuga málið alla vega það nær þá ekki lengra.

Notið daginn elskurnar, ekkert þarfara að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Ásta mín og vonandi hafa mýsnar ekki alveg etið upp eignina.
Kveðjur

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Fór að athugaði eignina mína, fann eina dauða mús það var allur músagangurinn.  Úfff en fimm kerrur af drasli fóru í ruslagámana og annað eins eftir. 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 20.8.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband