26.9.2009 | 23:17
Sumarið ekki komið.....
Sumarið ekki komið ennþá hér á norðurlandi og þá er skollið á með ófærð á heiðum, hverslags er þetta. Ég annars verð að segja það að ég bíð enn eftir sólinni sem ég eftirminnilega var samvistum við í fyrra sumar hér fyrir norðan. En svona er þetta stundum - ætli þau hafi það erfiðara þarna á suðurhorninu og hafa þess vegna fengið að njóta góðs sumars? - það væri þá það eftir allt saman. Ætti ég að útskýra sólarleysið á mínum heimaslóðum með því - að hér búa aðeins jaxlar sem láta ekkert brjóta sig - já ég held það bara
Ætli viðri til kartöfluuppskeru á morgun?
Mikil hálka á Öxnadalsheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sólarsamba að sunnan!
Björn Birgisson, 26.9.2009 kl. 23:55
Lagði mig í dag - dreymdi svartar kindur - einhver myndi segja að það væri fyrir snjóléttum vetri.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 27.9.2009 kl. 00:10
Nei, svartar kindur boða nýliðun á Svörtuloftum við Kalkofnsveg. Einnig stopular skipakomur á Hornafirði. Dream on!
Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 00:17
Úbbbbbssss þar fór sú von um snjólétta veturinn. Aumingja Hornfirðingarnir hehehe
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 27.9.2009 kl. 00:20
Síðustu nótt dreymdi mig að ég væri á Grænlandi. Mætti ísbirni sem var að reykja KOOL, eins og ég geri. Hann hvarf svo út á ísbreiðuna áður en ég náði að klappa honum. Getur þú ráðið þennan draum?
Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 00:31
Þessi draumur er bara góður, já hann er fyrir byrjun olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Þetta er nú meira ruglið í mér.
Held að þetta sé nú bara hausthret Ásta mín,sem við fáum núna síðan verði góður kafli, annars voru mýsnar farnar að sjást hér úti fyrir löngu og það veitir á harðan vetur
Kveðjur til þín Ásta mín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2009 kl. 08:25
a) Björn þessi draumur er undirmeðvitund þín sem er að segja þér að þú átt að hætta að reykja - þú ræður ekki við þetta lengur.
b) Það kemur til greina að þú flytjir til Grænlands um stundarsakir, þú ert efins og finnst þú standa á krossgötum.
c) Ísbjörn er í draumnum samfylkingin ( Jóhanna Sig kemur í draumnum í ísbjörnslíki) Hún er ekki sá vinur þinn sem þú heldur og yfirgefur þig áður en langt um líður. Held að dagar Jóhönnu séu senn taldir.
Milla - það er alltaf best að lesa í náttúruna sjálfa til um veðurfar. Mér er sama þótt snjói bar að verði ekki rigninga og vindasamt.
Morgunkveðjur til ykkar
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 27.9.2009 kl. 10:37
Líst best á A.
Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 12:13
Þær mættu koma aftur gömlu góðu vetrarstillurnar, allt á kafi í snjó og stillur í margar vikur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.