Fín uppskera

Góður sunnudagur í lok september.  Við mæðgur ásamt frænkum okkar  fórum á Hornbrekku í heimsókn til mömmu, þar sátum við helgistund hjá séra Sigríði Mundu og söngfuglum Ólafsfjarðarkirkju. Á eftir var kaffi og bakkelsi og spjallað saman við vistmenn og gesti.  Mamma nokkuð hress að vanda og alltaf ljúft að eiga mömmu sína ennþá til að knúsast með. Smile

Eftir Hornbrekkustundina var farið heim og skipt um föt og arkað í kartöflugarðinn, flott uppskera, kartöflur, rófur og kál. Best að sjálfsögðu að hafa ræktað þetta sjálf.

Ólafsfjörður er fallegur í dag, napur þó en hér hefur ekki fest snjó í byggð.  

Þetta er fýlulausa helgin þannig að ég hef ekkert verið að velta mér upp úr skuldastöðu eða þjóðmálum svo heitið getið.   Held ég hafi næstu viku í þeim dúr.

Síðan er hann Davíð minn orðinn ritstjóri svo hvað getur það orðið betra.

Góðan sunnudagseftirmiðdag kæru vinir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Fallegt þetta með mömmu þína. Gangi þér sem best!

"Mamma nokkuð hress að vanda og alltaf ljúft að eiga mömmu sína ennþá til að knúsast með. Smile"

Fegurð alheimsins er óendanleg.

Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband