Færsluflokkur: Dægurmál
22.6.2008 | 01:47
Í túninu næstum heima.
Verð að koma því í skrif hvað ég gerði í dag Eins og ég hef talað um áður að þar sem eldsneytisverð hefur hækkað ógurlega er ráð að skoða það sem er nær manni þetta sumarið heldur en þeysast landshorna á milli, brennandi upp rándýru bensíni.
Ég sem sagt lagði leið mína á Safnasafnið við Akureyri. Hef ekki gefið mér tíma áður til að skoða þetta safn en satt að segja varð ég stórhrifin og átti þar notalega stund með fjölskyldu og vinum. Það sem greip huga minn og vill ekki sleppa eru skúlptúrar eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttir, Arnarneshreppi. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki um þessa konu og hennar frábæru verk. Hún gerir verk sín úr timburafgöngum og spýtum. Þetta er svo lifandi og fallegt og núna sit ég með hugann enn við þetta og komin nótt. Á leiðinni heim sá ég að þessi kona hefur einnig sett upp Réttardag sem er sýning við Freyjulund, ég hafði reyndar séð eitthvað um þetta í dagskránni en þetta hafði ekkert fangað hug minn.
Ég hef engin orð til að lýsa yfir hvað þetta greip mig en vil endilega hvetja fólk til að fara og skoða þetta. Til hamingju Aðalheiður með sýninguna þína.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2008 | 11:50
Sóðapakk
Mikið rosalega verð ég reið þegar ég les fréttir um slóðasóðaháttinn í sprautufíklum. Grafa sprautur í blómabeð. Ég velti því fyrir mér hvort tilgangurinn hafi verið að fela sprautuna eða vonast eftir að einhver unglingur í vinnuskólanum myndi stinga sig á henni þegar hann færi að vinna við beðið. Svo eru þessir aumingja fíklar jafnvel að nota leikskólalóðir til að sinna fíkn sinni og skilja sorann eftir sig á leiksvæðum barna, hvort sem það eru umbúðir og sprautur eða þeirra eigin saur. Oj ég er brjáluð þegar ég hugsa um svona umgengni og það sem mér finnst umhugsunarvert er hvað fólk líður þetta.
Ég nenni ekki að vera aumingjagóð í dag, ég nenni ekki lengur að hlusta á vælið í fólki yfir hvað hinn og þessi fíkill sé veikur, nenni ekki lengur að hlusta á afsakanir því fólk hagi sér svona og vaði yfir börn og unglinga með ruddaskap.
Ég nenni að hugsa um hvað ég væri reið ef ég væri móðir stúlkunnar í vinnuskólanum sem fann sprauturnar. Það er orðið umhugsunarvert hvort það er ásættanlegt að láta unglinga hreinsa blómabeð og aðra staði þar sem má búast við að finna sorann eftir fíklana, mér finnst það ekki boðlegt.
Og það er allt í lagi að fólk fari að láta í sér heyra yfir þessu, það er eins og megi ekki ræða þetta nema tiplandi á tánum til að styggja ekki lýðinn á götum og skúmaskotum borgarinnar.
Hver er sinnar gæfusmiður og líka fíkilinn á götunni.
Sprautur á víðavangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2008 | 14:48
Á maður að hlæja eða gráta
Ég hef reyndar ekki lagt það í vana minn að setja mig í ægilega spekingastellingar eða ofurvitahátt hér á blogginu, en nú verð ég að tjá mig.
Hvað er í gangi með Íslendinga, það koma ísbirnir á land og það fer allt af stað. Þegar vart varð við þann fyrri þá æddi fólk á Þverárfjall, gott ef það var ekki með nesti með sér á leið í lautarferð og hugðist klappa dýrinu í leiðinni. Þegar björninn varð dauður þá varð allt vitlaust, menn skammaðir fyrir dýradráp að óþörfu og það hefði átt að ná dýrinu lifandi og koma því í sitt umhverfi aftur. Fullt af fólki var með lausnir og ekkert mál sögðu spekingar. En....... haldið að það komi ekki annar og þá varð nú fátt um afgerandi lausnir og bentu menn alltaf á að almenningur vildi þetta, þegar rætt var við sérfróða menn um þetta mál. Ég ætla ekkert að tala meira um þetta en fíflagangurinn náði hámarki fannst mér þegar umhverfisráðherra æddi á Sauðarkrók í leiguflugi, með sjö manna fylgdarlið með sér. Á hvað ætlaði fólk að glápa, ég ætla að fullyrða að það var öllu þessu fólki að kenna sem var á staðnum að fór sem fór.
Og núna er allt á suðupunkti vegna kostnaðar og tilraunar til að bjarga dýrinu. Er þetta sama fólkið sem er alltaf að rífast? Ég bara velti því fyrir mér. hmmm
Síðar kom í ljós að blessað dýrið var sært og líklegast veikt af ormi eins og björninn sem var á Þverárfjalli. ÆÆ nú eru góð ráð dýr ef sá þriðji gengur á land, hvað gera bændur þá?
Ráðuneytið greiðir fyrir leiguflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 14:17
Sparnaður
Fréttin um að matarkarfan hafi lækkað hjá Bónus og Krónunni hlýtur að vekja athygli og bæta á jákvæðnina í manni sjálfum. Alltaf gott að eitthvað lækkar og ekki síst matur, það er jú eitthvað sem við þurfum að versla inn.
En ekki hafa allir landsmenn lágvöruverslanir í hlaðinu hjá sér og verða að láta sér nægja að versla í Kaupfélaginu eða hvað þær heita þessar búðir sem eiga að þjónusta litlu staðina úti á landi. En þegar matvara hækkar þá er mál til komið að setjast niður og skoða matarvenjur heimilisins og kíkja í skápa og hillur. Úfff ef ég giska rétt þá vill það svo til að hvert heimili liggur með matvörur fyrir tugi þúsunda í skápum hjá sér. Vörur sem voru keyptar ef ske kynni að þyrfti að nota þær, keyptar af því að við vorum ekki viss hvað ætti að vera í matinn og af ýmsum öðrum ástæðum. Það er góð venja að tæma hjá sér matabyrgðir reglulega, borða upp úr kistunni og nota allt sem til er á heimilinu. Og það er ótrúlegt hvað hægt er að fá margar máltíðir og gera fjölbreytta og ljúfenga rétti úr því sem til er.
Ég verð að minnast á það hér að fyrir mörgum árum keypti ég bók í Bónus, þessi bók heitir "Viltu spara" og er eftir Vigdísi Stefánsdóttir og var bókin gefin út 1996. Þessi bók er alveg frábær og með uppskriftum og ráðum sem ég hef mikið notað og gefið öðrum. Ég skora hér með á Bónus að grafa aftur upp þessa bók og setja í verslanir hjá sér.
Mér finnst eitt samt dálítið skondið, um daginn gerði ég makkarónugraut handa börnum mínum, ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei haft þetta á borðum og mundi satt að segja ekkert eftir þessum graut sem maður þó hámaði í sig sem barn. Ég fann sem sagt makkarónu pakka inni í skáp hjá mér og þar sem komið var hádegi og dætur mínar og vinkonur svangar, þá skellti ég þessu í pott og eldaði þennan gamla góða íslenska rétt. Það þarf ekki að orðlengja það að þetta sló í gegn og núna er ég að hugsa um að athuga hvort að lengst inni í hornskáp geti leynst sagógrjón, híhí munið eftir sagógrjónagraut með sveskjum og rúsínum og hann varð að vera rauður.
Mitt sparnaðarráð er því, endurskoða matarvenjur, skoða í skápana, baka sem mest sjálfur, kaupa helst ekki tilbúinn mat enda er hann ekki sá alhollasti, finna lausn á að nota bílinn sem minnst og að lokum ÞAÐ ALGÁFULEGASTA..... fara í MEGRUN.
Bónus og Krónan lækka vöruverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2008 | 12:40
Til hamingju með afmælið
Það er ástæða til að staldra við og óska afmælisbarninu til hamingju með daginn. Í mínum huga og annarra sem tengjast sjósókn á einhvern hátt þá hafa loftskeytastöðvar spilað stóran þátt í daglegu lífi, þó meira hér áður þegar fjarskipti voru ekki eins almenn og í dag. Það þótti sjálfsagt að hafa stillt á bátabylgjuna í útvarpinu og man ég að mamma hringdi stundum í stöðina til að fá upplýsingar hvar báturinn hans pabba væri. Það var ekkert hringt heim, enda ekkert samband og fólk talaði í gegnum stöðina og stundum þurfti að færa skilaboð á milli.
Loftskeytastöðvar hafa bjargað mannslífum með tilkomu sinni og eins og segir í viðtali með fréttinni þá aukast siglingar í kringum landið ef eitthvað er. Það ber að fagna allri framþróun, en með aukinni tækni þá er ekki þörf á jafnmörgum stöðvum og mannskap og var. Áður voru 6 loftskeytastöðvar víða um landið og þjónuð hlutverki sínu með mikilli prýði. Þessar stöðvar voru lagðar af með tíma og meiri tækni og var mikil eftirsjá í þeim og ekki síst þeim störfum sem lögðust af á hverjum stað. Ég hef samt velt því fyrir mér hvort þessi stöð hefði ekki verið upplagt verkefni til að starfa úti á landi. Því eins og fram kemur í viðtalinu þá sinnir þessi stöð núna hlutverki hinna sem voru lagðar af á landsbyggðinni og tæknilega hefði hún getað verið hvar sem er á landinu.
En til hamingju með 90 ára afmælið, með þakklæti fyrir góða þjónustu öll þessi ár.
Reykjavík Radío 90 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 17:39
Ísbjörn
Ég er haldin alveg skelfilegri hræðslu við ísbirni, þetta er held ég næstum það eina sem ég hef ekki komist yfir og kannski rétti tíminn að fara að huga að þessu núna. Ég hef komist yfir sjúklega hræðslu við hrossaflugur, kóngulær, jarðýtur, ryksugur, grjótmulningsvélar og þá þarf endilega að ganga á land ísbjörn og nokkrum dögum seinna sést til annars.
Ég man alveg eftir fullum firði af ís nokkrum sinnum hér í Ólafsfirði. Man t.d. eftir þegar fjörðinn lagði og Ólafur Bekkur sat fastur í ísnum og áhöfnin fór út á ísinn og kom í land á Kleifum. Man oft eftir ísjökum í fjörunni og ætli það hafi ekki verið síðast kringum 1979 sem hafís kom hér og lokaði höfninni. Og alltaf beið ég eftir ísbirni dauðhrædd og horfði í allar áttir ef ég fór út. En til lánsins spásseraði aldrei neinn ísbjörn í Ólafsfirði sem ég man eftir. Þeir fengu ísbjörn á Arnari eitt sinni og prýðir hann núna Náttúrugripasafnið og vekur mikla athygli. Sá lenti reyndar eftirminnilega í umsátri "leyniskyttu" löngu seinna, en það er allt önnur saga.
Langar til að láta fylgja hér með skemmtilega ísbjarnasögu.
Um bjarndýrið á Lágheiði
Á Lágheiði er hæð sem Dýrhóll heitir. Hann dregur nafn sitt af því að þar lá einu sinni bjarndýr eitt mikið. Einhverju sinni var það meðan dýrið lá við hólinn gekk maður einn yfir heiðina. Hann hafði atgeirsstaf í hendi. Þegar dýrið varð mannsins vart , stóð það upp og hristi sig en sýndi enga tilburði til frekari afskipta af honum. Hélt maðurinn för sinni áfram inn í Heiðarhöll, en þar mætti hann ferðamanni, sem var á leið norður. Maðurinn sem að utan kom varaði Fljótamanninn við bjarndýrinu og lánaði honum atgeirsstaf sinn, síðan hélt hvor sína leið. Þegar Fljótamaðurinn kom út að Dýrhól stóð bjarndýrið upp. Það gaf sig ekki að honum en tók á rás inn heiðina og linnti ekki fyrr en það náði manni þeim frá Ólafsfirði sem inn yfir gekk, skammt framan við Þrasastaði og drap hann þar
Vill nefna björninn Ófeig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2008 | 23:20
Skandall
Erfið nótt á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2008 | 23:16
17. Júní
Æft fyrir 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2008 | 17:19
Allsber
Og hvernig ætli þetta virki, er maður allsber í mynd eða bara beinagrind og eitthvað sem er í vösum,, hmmmmmmm
Gægjast gegnum föt farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 20:48
Rjúpan heim
Mikið hlýtur einhver að gleðjast núna að mega fara til annarra landa með byssuna sína. Mér finnst samt vanta í þessa frétt að ef þú ferð til þeirra landa sem leyfið gildir fyrir hvort þú máttu koma með það sem þú veiðir heim. Datt þetta í hug meðal annars vegna fréttar um rjúpuna hér fyrr í dag.
Auðveldara að skjóta í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar