Sparnaður

Fréttin um að matarkarfan hafi lækkað hjá Bónus og Krónunni hlýtur að vekja athygli og bæta á jákvæðnina í manni sjálfum.  Alltaf gott að eitthvað lækkar og ekki síst matur, það er jú eitthvað sem við þurfum að versla inn.

En  ekki hafa allir landsmenn lágvöruverslanir í hlaðinu hjá sér og verða að láta sér nægja að versla í Kaupfélaginu eða hvað þær heita þessar búðir sem eiga að þjónusta litlu staðina úti á landi. En þegar matvara hækkar þá er mál til komið að setjast niður og skoða matarvenjur heimilisins og kíkja í skápa og hillur.   Úfff ef ég giska rétt  þá vill það svo til að hvert heimili liggur með matvörur fyrir tugi þúsunda í skápum hjá sér. Vörur sem voru keyptar ef ske kynni að þyrfti að nota þær, keyptar af því að við vorum ekki viss hvað ætti að vera í matinn og af ýmsum öðrum  ástæðum.  Það er góð venja að tæma hjá sér matabyrgðir reglulega, borða upp úr kistunni og nota allt sem til er á heimilinu.  Og það er ótrúlegt hvað hægt er að fá margar máltíðir og gera fjölbreytta og ljúfenga rétti  úr því sem til er. 

Ég verð að minnast á það hér að fyrir mörgum árum keypti ég bók í Bónus, þessi bók heitir "Viltu spara" og er eftir Vigdísi Stefánsdóttir og var bókin gefin út 1996.  Þessi bók er alveg frábær og með uppskriftum og ráðum sem ég hef mikið notað og gefið öðrum. Ég skora hér með á Bónus að grafa aftur upp þessa bók og setja  í verslanir hjá sér.

Mér finnst eitt samt dálítið skondið, um daginn gerði ég makkarónugraut handa börnum mínum, ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei haft þetta á borðum og mundi satt að segja ekkert eftir þessum graut sem maður þó hámaði í sig sem barn.  Ég fann sem sagt makkarónu pakka inni í skáp hjá mér og þar sem komið var hádegi og dætur mínar og vinkonur svangar, þá skellti ég þessu í pott og eldaði þennan gamla góða íslenska rétt.  Það þarf ekki að orðlengja það að þetta sló í gegn og núna er ég að hugsa um að athuga hvort að lengst inni í hornskáp geti leynst sagógrjón,  híhí munið eftir sagógrjónagraut með sveskjum og rúsínum og hann varð að vera rauður.Tounge

Mitt sparnaðarráð er því, endurskoða matarvenjur, skoða í skápana, baka sem mest sjálfur, kaupa helst ekki tilbúinn mat enda er hann ekki sá alhollasti, finna lausn á að nota bílinn sem minnst og að lokum ÞAÐ ALGÁFULEGASTA..... fara í MEGRUN.    Kissing


mbl.is Bónus og Krónan lækka vöruverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: elinkris

og hana nú ... góð ráð hér að ferðinni

elinkris, 19.6.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góð færsla hjá þér, ég er einmitt að elda úr skápum og frystinum þessa dagana, og fletti matreiðslubók Helgu Sigurðar í gríð og ert hún kunni sko að elda! það hefur í raun sáralítið bæst við matreiðslumenninguna frá þessum tíma nema bruðl. Það er um að gera að fletta gömlum matreiðslubókum og skella í hjónabandssælu og lummur, eða makkórónugraut

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Já stelpur þetta er alveg satt,  það hefur lítið bæst við matarmenningu nema bruðl.  Og það sést glögglega á landsmönnum.

Á frænku sem stýrir stóru mötuneyti og hún fór í matreiðslubækur ömmu sinnar sem voru síðan sú húsfrú stundaði nám í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði, fyrir miðja síðustu öld.  Og fólk vissi ótrúlega margt um næringargildi og hollustu hér áður fyrr, þetta er ekkert nýtt sem er að koma fram þar. Einfaldleikinn er líka oft bestur.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 19.6.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: egvania

Híhí Ásta manstu eftir sagógrjóna grautnum þegar ég litaði hann stundum grænan og bláan.

 Food Fight 





egvania, 19.6.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 30093

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband