30.10.2008 | 20:35
Það á ekki af mér að ganga
Eins og Íslendingar margir hverjir þá hef ég þann vana að segja "jæja" t.d þegar ég ætla að hafa mig að vinna eða hef bara ekkert þarfara að segja. Nú þetta segi ég af og til í vinnunni og Pólverjarnir urðu til að byrja með afskaplega kindarlegir á svipinn, síðan hlógu þeir óskaplega og fóru að segja "jæja, jæja" þegar ég sagði jæja. Mér fannst ekki par neitt merkilega fyndið að segja "jæja" eftir t.d. kaffið og standa upp til að hafa sig að verki. En einhverra hluta vegna varð þetta "jæja" að ægilegri kátínu daginn út og inn. Svo var það einn daginn að litla krúttið mitt, sá yngsti í hópnum, ég er nokkurn veginn búinn að taka hann í fóstur. Hann sem sagt sagði við mig yfir borðið "Ásta veistu ekki hvað jæjæ er á pólsku" ég bara " ha nei, hvað" Drengurinn benti eitthvað niður fyrir sig og kafnaði síðan í hlátri. Ég vissi ekki hvað var í gangi og eitt spurningarmerki og það var ekki fyrr en einn eldri og sjóaðri sem þorði að hafa sig eitthvað meira frammi í bendingum og orði kom mér í skilning um að "jæja" merkir og getið nú............... EISTU
Núna reyni ég sko að segja ekki "jæja" meira, en er minnt á þetta minnst 100 sinnum á dag.
Segið svo að það sé ekki gaman að læra pólsku.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjört slys þetta hjá þér Ásta mín eins og þú ert nú alltaf orðvör.
egvania, 30.10.2008 kl. 21:05
nei nú frussaði ég kafffinu á tölvuna
Líney, 31.10.2008 kl. 19:28
Það er nefnilega það þetta rólega fólk læðir út úr sér ,skemmtilegum orðtökumKannast við þetta veltur vitleysan upp úr besta fólkinu Kærleikskveðja rugludósin í fjöleignarhúsinu í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 31.10.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.