Földu börnin hennar Evu

Það skyldi þó aldrei fara svo að með ástandinu í þjóðfélaginu í dag verði falda fólkið á Íslandi undan farin ár sjáanlegt og hagur þeirra  til umfjöllunar.  Ég hef oft og mörgu sinnum velt því fyrir mér síðust ár  hvað orðið hafi um Íslenskt verkafólk, ekki hefur hinn Íslenski verkamaður verið mikið nefndur í kosningastefnum stjórnmálaflokka  og hvað þá að um störf þeirra hafi verið rætt á opinberum vettvangi eða í fjölmiðlum.  Það hefur  verið svo að ef einhver hefur rætt um kjör þeirra sem minna hafa, þá hefur alltaf fyrst verið nefndir til námsmenn, eitt, tvö og þrjú, einn og einn öryrki hefur fengið að fljóta með, ellilífeyrisþegar eftir að þeir tróðu sér nánast með handafli inn í umræðuna til að vekja athygli á kjörum sínum og síðast hefur verið rætt um erlenda verkamenn hér á landi.  Þá helst til að grafa upp einhverjar hryllingssögur um slæman aðbúnað. 

Það hefur verið ótrúlegt að sjá hvað þeir stjórnmálaflokkar sem við köllum vinstri flokkana hafa gleymt Íslensku verkafólki,  ekki síst sá flokkur sem að stofni hér áður hafði sig mest í frammi með að tala máli verkafólks.  Íslenskt verkafólk hefur verið falið undanfarin ár rétt eins og skítugu börnin hennar Evu.  Mér er það ótrúlega í minni þegar ég sat í bæjarstjórn mitt annað kjörtímabil og var þá í minni hluta hvað andstæðingar mínir vinstrimenn höfðu akkúrat engan áhuga á kjörum almenns verkafólks og ófaglærða í sveitarfélaginu.  Mitt fyrra kjörtímabil höfðu þeir átt sinn fulltrúa inni og gefið sér tími til að ræða þeirra kjör líkt og annarra starfsmanna. Það var eiginlega hálfbroslegt þó maður ætti að segja sorglegt að sjá vinstri bæjarfulltrúana  fitja upp á nefið ef erindum verkafólks og ófaglærða í  starfi  bar á borð  .. Því nægur var tíminn og viljinn til að taka tillit til annarra starfa. 

Ég er Kleifakona, óskaplega pólitísk, nota rétt minn til að segja mína skoðun, baráttumál af öllum toga og fyrir alla hafa ávallt verið mér hugleikin og ekkert lát er á því. Í dag vinn ég í fiskvinnslu hjá vini mínum, mitt eigið fyrirtæki hefur verið stopp undanfarnar vikur vegna ástandsins í þjóðfélaginu og hef ég ekki hugmynd eins og staðan er í dag hvort það fallerar á hausinn eða ég krafla mig upp úr flóðinu.Errm Ég fékk meira að segja útborgað í dag,  það var bara ekkert sjálfsagt að það myndi gerast. Vinur minn hefur undanfarið lagt við dag og nótt við að reyna að ná til landsins  greiðslum fyrir  afurðir sínar  og gekk það ekki þrautalaust fyrir sig.

En ef ég heyri rétt er byrjað að renna í baðið fyrir óhreinu börnin hennar Evu. Reyndar hefur formaður Verkalýðsfélags Akraness verið með skrúbbinn ávallt á lofti og látið í sér heyra fyrir þeirra hönd. Hafðu þökk fyrir það Vilhjálmur GetLost

 

 


mbl.is 63 sagt upp á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já svo er nú það Góða nótt Ásta mín Rugludósin í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 31.10.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Líney

Góða nótt

Líney, 31.10.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 30054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband