Skrítin frétt

Maðurinn hafði sjálfur samband til að vekja athygli á að það væri búið að stofna söfnun handa honum, er þetta ekki full langt gengið?  Ég er ekki alveg að átta mig á þessu satt best að segja.  Er maðurinn virkilega að betla?


mbl.is Björgum Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Drífa Björk Guðmundsdóttir

Afhverju er þetta eitthvað skrýtnari frétt en þær fréttir sem greina frá neikvæðum viðbrögðum útlendinga, t.d. að neita fólki um þjónustu vegna þjóðernis.

Mér finnst alveg full ástæða til að benda á að ekki allir ´Danir og Bretar eru neikvæðir í garð Íslendinga. Ég er t.d. búsett í Dk og hef verið í 6 og 1/2 ár. Þeir Danir sem ég ræði við lýsa yfir undrun sinni á að þetta skyldi ganga svo langt að einkafyrirtæki gætu skuldsett sig fyrir margfalda þjóðarframleiðslu Íslands, en ég mæti ekki nokkurri neikvæðni í minn garð enda ekki búin að vera hluti af þessari útrásargeðveiki.

Fréttaflutningur er þó ansi misvísandi og fáir Danir gera sér grein fyrir því hversu fáir aðilar hafi hagnast beint á þessu dæmi en um leið og maður bendir fólki á að heil þjóð sé í sárum vegna græðgi fárra (þótt stærsti hluti þjóðarinnar hafi tekið þátt í neyslu fyllirýinu) horfir fólk öðrum augum á hlutina. En bendi maður fólki á að almennir verkamenn og annað lágtekju og millitekjufólk sé búið að tapa öllum sínum sparnaði á þessu, eiga Íslendingar samúð flestra.

Drífa Björk Guðmundsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Mér finnst skrítið að einhver geti haft samband við Mbl.is til að láta birta þar frétt um að það er búið að stofna söfnun fyrir hann.   Oftast láta þeir sem standa að baki söfnun fjölmiðla vita til að vekja athygli á málinu. En þarna kemur maðurinn sjálfur eins og ekkert sé sjálfsagðara og hann er að biðja okkur um pening með þessu.   Mér finnst þetta ekki smekklegt.

I Esb þurfa einkaaðilar ekki samþykki stjórnvalda til að stofna fjármálafyrirtæki í öðrum löndum, það er ótal margt sem gerðist en græðgi nokkurra einstaklinga má þar eflaust mest um kenni.   

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Bjarni Þór Haraldsson

Kæra frú á Bjargi

Þú ert að miskilja þetta algjörlega. Það er svo langt frá því að ég sé að betla. Mér fannst þetta bara svo krúttlegur gjörningur og hélt kannski að ég gæti lyft brún á einhverjum. Það hafa verið mjög neikvæðar fréttir í langan tíma. Þín brún er greinilega mjög þung og þín túlkun. Ég er sko ekki að biðja einn um eitt eða neitt og hef aldrei gert mér fannst þetta bara gert af fallegum hug og það var tilgangur þess að ég hafði samband við mbl.

Vona að þú eigir góðan dag

Bjarni

Bjarni Þór Haraldsson, 9.11.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Mér finnst skrítið að einhver geti haft samband við Mbl.is til að láta birta þar frétt um að það er búið að stofna söfnun fyrir hann."

Kæra frú.  Trúri þú því virkilega að einhver úti í bæ geti stjórnað hvað birtist á Mbl.is? 

Hvar er húmorinn á Bjargi?

Benedikt V. Warén, 9.11.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Þórhildur

Ekki get ég skilið þessa frétt á þann veg að Bjarni sé að betla af einum né neinum.

"Mér finnst þetta fallega gert og sýnir mikinn stuðning. Það er aðallega hugsunin sem mér finnst falleg,“ segir Bjarni.

Mér finnst þetta bara skýra málið. Hann er bara að benda á það að það verða ekki allir Íslendingar erlendis fyrir neikvæmum hlutum vegna þjóðernis síns á þessum síðustu og verstu tímum.

Þórhildur, 9.11.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Bjarni Þór Haraldsson

Takk þórhildur það var nú einmitt málið. Það var ekkert annað sem vakti fyrir mér. Fannst kominn tími á jákvæða og skemmtilega "frétt"

Bjarni Þór Haraldsson, 9.11.2008 kl. 18:15

7 Smámynd: dvergur

Mér finnst þetta skrítið blogg. En það er líka væntanlega vegna þess að ég er svo skrítinn sjálfur. Tala nú ekki um þessa athugasemd hjá mér, sem er í meira lagi einkennileg.

dvergur, 9.11.2008 kl. 23:06

8 Smámynd: Bara Steini

"Fannst kominn tími á jákvæða og skemmtilega "frétt"

Mjög jákvætt einmitt að þurfa að "betla" í fjölmiðlum:...

Bara Steini, 10.11.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 30090

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband