Jólafílingur jeeeeeee

Á eftir er ég að fara í sunnudagaskólann og ætla að njóta þess að horfa á yngri dóttur mína og bekkjarsystkini sýna helgileik, ég er dálítið spennt á að horfa á þau alveg yndisleg þessar dúllur og búin að leggja mikið á sig við æfingar og undirbúning.  Ég skrifa þetta undir gítarleik eldri dóttir minnar, hún ætlar að mæta með gítarinn og flytja fallega tónlist í kirkjunni á eftir.

En hápunktur dagsins verðu þegar við og vinafólk okkar förum og náum okkur í jólatré inn við Þelamörk, veðrið er eins og best verður á kosið og á eftir skógarhöggið förum við í tertur og súkkulaði nammi namm.  

Veit ekki hverjir eru ákafir Hulda, Erla, Sibba og Gulla eða.... Villi og Ásgeir Logi þeir pabbarnir eru alla vega búnir að næla sér í heljarinnar kerru til að flytja trén í heim. Og í gærkveldi mátti sjá húsbóndann með málband og alles að mæla hvað væri hátt til lofts á hæsta punkit hjá okkur í koníaksstofunni Tounge

Það er svooooo gaman í að vera til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Vildi ég væri kominn til ykkar elsku Ásta mín, kominn heim í gömlu Strönd til mömmu og ömmu og fá heitt súkkulaði og lummur sem mamma þín bakaði manna bezt, með tólg, hehehe. Og virða fyrir mér hlutina sem Ásgerður bjó til úr skeljum og kuðungum, ..........! Með beztu kveðju.

Bumba, 14.12.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þakka ykkur fyrir kveðjurnar ladyVally og Bumba.

Elsku Bumba okkar þú mátt vera viss um að við Ólafsfirðingar hugsum til þín núna og ekki síst í kirkjunni okkar, þú og Ólafsfjarðarkirkja eruð eitthvað svo tengd í hugum okkar.

Ferðin var dásamleg og hittum við nokkra Ólafsfirska Akureyringa í skógarlundinum og var spjallað og drukkið ketilkaffi og kakó við snarkandi eldinn.

Kveðja Ásta 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 14.12.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 30042

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband