Ég heyri þau kveðast á

Ég sit hér við borðstofuborðið mitt, stofan er rökkvuð og ég er vel meðvituð um skuggana sem flökta í birtunni af kertaljósinu sem þó veitir mér innri ró.  Kvöldið er fagurt og það er mitt, Kári minn kveður við raust og orð hans skella á glugganum bak við mig en á eldhúsglugganum sem snýr í norður á móti sjónum  heyri ég hana Öldu kasta honum kvæði sín af engu minni ánægju en hann.  Þegar ég loka augunum og hlusta á þau þá get ég ekki annað en haft gaman af.  Hún svo hvöss en blíð í senn, skvettir til hans tælandi fyrriparti sem hann snarlega botnar og glottir út í annað.  Varla hefur hann fyrr sleppt síðasta orðinu en hann snarar af sér einni stöku eldsnöggt svo hriktir í stoðum Bjargsins míns.  Hún hlær og tekur nokkra freyðandi hringi út við hafnargarðinn áður en hún kastar að landi fléttum af ástarjátningum, sem féllu af  brimsorfnum klettum og hún safnaði saman út við Brimnestöngina.  Svona hafa þau látið síðan í morgun, þetta er ekkert nýtt og ekki er því að neita að þegar ég gef mér ekki tíma til að hlusta á leik þeirra og tal þá geta þau verið ósköp þreytandi.  Aðrar stundir eru þau mér kær og koma ekkert við mig, heldur óskaplega heimilislegt að hafa þau sem heimilisvini og aldrei bregst það að  þau banka uppá með reglulegu millibili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Það er svo notalegt að sitja við kertaljós, og hlusta á kyrrðina eða lækjarnið og láta hugann reika 

Og svo er gott að sitja inni og hlusta á veðrið berja gluggann að utan,og sitja í hlýjunni 

Og vera bara með sjálfum sér ,það róar mig oft   

Góða nótt Ásta mín og sofðu rótt ,vona að það sé rólegt veður hjá ykkur systrum  

Kveðja Óla og Vala  

Ólöf Karlsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Bara yndisleg færsla hjá þér Asta min. Eigðu góða helgi

Kristín Gunnarsdóttir, 23.1.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband