Já en....

Það er svo ægilega notalegt að setjast berrassaður í grasið og borða nestið sitt. Voða asnalegir þarna í Sviss Tounge
mbl.is Berrassaðir göngumenn verða sektaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hlátur fyrirstaða?

Stundum velti ég þessu fyrir mér Errm  

Sólargeislar í janúar

Hvert skipti sem ég sé hana aftur þá gleðst ég jafn mikið. Hennar er beðið með óþreyju frá því hún fer og þar til hún kemur aftur. Í dag skein sól á Kleifum, við Kolur fórum í gönguferð og drukkum í okkur geisla sólarinnar sem minnti okkur á að með hverjum degi sem líður þá færumst við nær vorinu sem við bíðum eftir.

En því að bíða þegar maður þekkir hringrás ársins, því ekki að njóta hverjar árstíðar eins og hún kemur fyrir hverju sinni.  Það er spurning og oft hef ég velt fyrir mér þessari bið eftir hinu og þessu. Oft og tíðum einhverju sem er svo ekki þess virði að hafa beðið eftir því. En svona erum við og kannski er það sem gefur lífinu lit að hlakka til einhvers.

Það var svo stillt í dag, frosin jörðin marraði undan fótatakinu og ekki bærðist hár á höfði. Ég sá að einn Ytri - á  bróðirinn hafði ekki getað stillt sig um frekar en ég að skreppa á Kleifarnar og fá sér göngutúr um þennan stað sem hefur að geima svo margar minningar og nær alltaf að róa hugann og  gefur svör við spurningum sem eru hvíslaðar í faðm þeirra sem vaka yfir okkur.  Sitt hvoru megin við ána gengum við hvort með sínar hugsanir, nikkuðum kolli og héldum för okkar áfram.

Skilaðu kveðju til þeirra sem á því þurfa að halda báðu þau og segðu þeim að  allt verði í lagi. 


Kertaljós og glös á háum fæti

Kræsingar sem bíða, ljúfur ilmur sem lokkar, barið að dyrum, kossar faðmlög, gjörið svo vel.  Hlátur sem fyllir húsið, góðir vinir á góðri stund, sest að borði, glösum klingt, hlaðnir diskar á sparistelli, myndavél á lofti, stundin fönguð.

Slappað af í koníakstofunni og hugljúfir gítartónar systranna á Bjargi fá mig til að sameinast hægindastólnum umvafin dúnmjúku skýi. 

Sest aftur að borði, súkkulaðikaka að hætti Bjargfrúar, jarðaberjarönd með rjóma, kertaljós og kærleikur.

Mamma mín í heiðurssætiHeartHeartHeart


Eru mótmælin ofbeldishvetjandi ?

Einhvern veginn flaug þetta um huga mér. Það hefur verið talað um að kvikmyndir, tölvuleikir og annað þar sem börn og unglingar hafa aðgang af ofbeldisfullri fyrirmynd, vekja upp í huga þeirra árásargirni. Hvort eitthvað er marktækt af þessum hugleiðingum manna þá er það deginum skýrara og kristalljóst að mótmælin í Reykjavíkurborg undanfarið þar sem allt fór úr böndunum hafa vakið upp ofbeldis viðbrögð hjá  einstaklingum. Af viðræðum mínum og hlustun þar sem þetta mál hefur borið á góma þá hafa forráðamenn orðið varir við að virðing  ungmenna fyrir öðrum og opinberum eignum  hefur farið dvínandi eftir að  hafa horft á árásir og hótanir svo nærri sér. 

Hvað þetta leiðir af sér til framtíðar er spurning en það er á hreinu að það er stutt á milli góðs og ills. 

 


Þarna kom Hörður allur út úr skápnum

Hefur hann verið að fela sinn innri mann fyrir þjóðinni í tuga ár.  Hér með fer ég út og kveiki í plötunum sem ég á með Herði Torfa. Þessi maður er fífl.
mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar mótlæti hendir

Það er víst nóg lagt á þjóðina og ráðamenn þótt fólk þurfi ekki að berjast við alvarleg veikindi á sama tíma.  Fólk hefur hópað sig saman, mótmælt í hljóði, með köllum, með drumbsslátt, með spörkum, grjótkasti og með  hinum ýmsa hætti. Aðrir hafa látið sér fátt um finnast og fleiri þó býsnast yfir óhemjuganginum í þeim alóuppöldu á Austurvelli.

Í ljósi þess krafti sem býr í Íslensku þjóðinni ætti hún að taka sig saman og helga næstu samveru til að senda þeim Geir og Ingibjörgu óskir um góðan bata.  Það er sama hvar í pólitík fólk er, þau sem leggja fyrir sig stjórnmál  eru ekki í öfundsverður starfi þótt oftar sé það bæði gefandi og veiti ánægju.

Óska þeim sem eiga við veikindi að stríða að fá heilsuna á ný og þjóðinni velkomna í eina stormsömustu kosningabaráttu sem sögur fara af hér á landi. 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég heyri þau kveðast á

Ég sit hér við borðstofuborðið mitt, stofan er rökkvuð og ég er vel meðvituð um skuggana sem flökta í birtunni af kertaljósinu sem þó veitir mér innri ró.  Kvöldið er fagurt og það er mitt, Kári minn kveður við raust og orð hans skella á glugganum bak við mig en á eldhúsglugganum sem snýr í norður á móti sjónum  heyri ég hana Öldu kasta honum kvæði sín af engu minni ánægju en hann.  Þegar ég loka augunum og hlusta á þau þá get ég ekki annað en haft gaman af.  Hún svo hvöss en blíð í senn, skvettir til hans tælandi fyrriparti sem hann snarlega botnar og glottir út í annað.  Varla hefur hann fyrr sleppt síðasta orðinu en hann snarar af sér einni stöku eldsnöggt svo hriktir í stoðum Bjargsins míns.  Hún hlær og tekur nokkra freyðandi hringi út við hafnargarðinn áður en hún kastar að landi fléttum af ástarjátningum, sem féllu af  brimsorfnum klettum og hún safnaði saman út við Brimnestöngina.  Svona hafa þau látið síðan í morgun, þetta er ekkert nýtt og ekki er því að neita að þegar ég gef mér ekki tíma til að hlusta á leik þeirra og tal þá geta þau verið ósköp þreytandi.  Aðrar stundir eru þau mér kær og koma ekkert við mig, heldur óskaplega heimilislegt að hafa þau sem heimilisvini og aldrei bregst það að  þau banka uppá með reglulegu millibili.

 


Meðan hjartað slær

Stundum gengur lífið ekki upp, stundum er allt öfugsnúið, stundum missum við allt sem við höfum lagt í til að eiga auðveldara líf, stundum missum við ástvini og stundum erum við svikin.

Oftar gengur lífið upp og allt snýr rétt, alltaf eigum við sjálfa okkur að og það dýrmætasta er reynslan sem við búum yfir, oftar fáum við að njóta ástvina okkar frekar en missa þá og oftast helst vinátta til dauðadags.

Það er í mörg horn að líta og útliði svart fyrir Ísland eins og er þegar talað er um það efnislega. En Íslenska þjóðin hefur mörg tromp á hendi og býr yfir fjársjóðum sem hún hefur ekki enn dregið fram.

Það er erfitt þegar þjóðir sem við töldum vini okkar svíkur þegar mest liggur við þá fyrst sýnir sig hvað hún mat okkur. Vinur meðan þú átt eitthvað !  Eftir þungan vetur kemur vor og þá líta hlutirnir öðruvísi út í dagsbirtunni. Brátt kemur þetta allt upp á borðið og hægt að vinna í málum út frá því. Sumir hverfa sem við höfum haft í fremstu röð undanfarin ár og aðrir koma í staðinn.  Það kemur ávallt maður í manns stað. 

Hjartað hættir ekki að slá fyrr en tími til heimferðar rennur upp.  Hvað ætla ég að gera í dag, er spurning?

Kannski ég lifi daginn eins og hann væri minn síðasti.

 


Ég og spilastokkurinn

Ég er að hugsa um að fleyga úr spilastokknum hér á borðið hjá mér í kvöld og lesa úr spilunum. Er eitthvað sérstakt sem þið viljið fá að vita. Tek fram að þessi spá verður á opnu bloggi. Kissing

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband