Færsluflokkur: Dægurmál

Á ská á milli húsa

Á ská á milli húsa skýst kettlingur í bandi, rjóður með fingravettlinga á loppunum

Á ská á milli húsa læðist svartur skuggi, tilbúinn að sleikja roðamaur af suðurveggnum

Á ská á milli húsa hleypur stelpa í gulum kjól, áköf að leika sjóræningja í heimshöfum

Á ská á milli húsa hvíslar vindurinn ástarorðum að einmanna reykháfi sem hefur fallið til jarðar.

Á ská á milli húsa sé ég að það hefur snjóað í fjöllin í nótt.


Hver er að grípa í taumana og hvar?

Hver er  ástæða hækkandi olíuverðs?  Eftir að hafa lagt eyru og augu við fréttaflutningi af hækkandi olíuverði í heiminum undanfarið ár þá er ég að velta því fyrir mér hver er raunveruleg ástæða fyrir þessari hækkun og hvað við almennur jarðarbúi vitum í raun lítið hver ræður hverju. Það hefur ýmsu verið haldið fram um þessa hækkun á eldsneyti t.d. hernaður, millilandadeilur, ógn, kúgun, fégræðgi örfárra olíufursta og svo framvegis.   En.... getur ástæðan verið sú að minnka mengun og úrgang jarðarbúa, eru öfl leynilegra ráðandi hóps sem enginn veit um, hér að verki?  Það eru allir að spara eldsneyti og sama hvar það er, flugfélög út um allan heim eru að draga saman það eru ekki aðeins  íslensku flugfélögin sem eru að fækka vélum og ferðum,   útgerðir  setja t.d. hömlur á hvað mikið er siglt og nú er ekki lengur rúntað um úthöfin og leitað að fiski. Almenningur skipuleggur sig betur, fleiri saman í bíl, ferðir takmarkaðar og framleiðendur bíla keppast við að koma á markað farartækjum sem eyða minna og augljóslega leiðir þetta allt saman til margfalt minni mengunar í heiminum.  Hækkandi olíuverð bitnar á því sem mengar mest, skip, flugvélar, bílar eitthvað sem fólk vill helst ekki ræða um því það snertir mann sjálfan yfirleitt persónulega að einhverju tagi.....Held bara að  ég sé komin að niðurstöðu.FootinMouth


mbl.is Olíuverð minnkar veiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuver, álver og mannver

Ég hef verið að hlusta á útvarpið undanfarna daga eins og oft áður. Þar á meðal viðtöl við fólk af ýmsum toga sem segir hug sinn til álversbrölts, virkjana, stækkun hafna því tengdu, olíuhreinsistöðva og ýmsa annarra verkefna.  Það er auðheyranlegt að fólk er ekki á einu máli um kosti og galla þessara viðfangsefna. Því finnst mér áhugavert að heyra í öllu þessu fólki og hvað það hefur fram að færa máli sínu til stuðnings. Sumir koma með sínar vangaveltur og eigin kannanir aðrir halda sig við greinagerðir og matsskýrslur.  Ég verð satt að segja að viðurkenna að það er alls ekki auðvelt mál að taka afstöðu í máli af þessum toga ef maður ætlar að byggja ákvörðun sína af hvað fólkið sem ég hlusta á segir.  Ætli það sé með þessi mál líkt og margt annað að fólk almennt fylgir straumnum, vinum, pólitík og því umhverfi sem það lifir í dags daglega þegar það ákveður hvoru megin það ætlar að halda sig.
mbl.is Greining Glitnis telur fyrirhugaðar framkvæmdir heppilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já var það ekki.

Spauglegt að þessi lækkun kemur einmitt í kjölfarið á tölvupósti sem gengur eins og eldur í sinu manna á milli þessa dagana.  Í tölvupóstinum er því velt upp að viðskiptavinir eldsneytis beini viðskiptum sínum frá tveim stærstu olíufélögunum hér á landi og þannig komist á verðstríð sem leiðir til lækkandi olíuverðs.

Ég held að þessi lækkun hvetji neytendur í baráttunni og fólk velti þessum möguleika fyrir sér.  Ég aftur á móti þarf ekkert að keyra neinn krók til að sniðganga tvö stærstu olíufélögin þegar ég fylli á tankinn, hér er aðeins einn aðili sem selur bensín og það er Olís. 

Það sem mér finnst líka helvíti fúlt í öllum þessum hækkunum, er KEA kortið, man ekki hvenær það kom út, en þá var okkur félagsmönnum  boðið tveggja krónu lækkun af lítra af bensíni í sjálfsölu hjá Olís og þótti nokkuð gott.   Það var fínt og hef ég notað þetta kort síðan og beint viðskiptum mínum til Olís.  Nú finnst mér þessi tveggja krónu lækkun orðin heldur aum og mál til að KEA stjórnendur og Olís ráðendur setjist niður og endurskoði þennan afslátt í ljósi hækkandi eldsneytisverðs. 

 


mbl.is Verð á eldsneyti lækkar um 2 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir skutu hann......

Ég rakst á fréttablaðið síðan í gær, fór að glugga í það og var þá ekki viðtal við hana Hrefnu mína í blaðinu.  Hrefna er nefnilega konan sem ásamt vinkonu sinni náði mynd af þriðja ísbirninum sem tók land á Skaga á þessu sumri.  Lögreglunni hefur tekist að telja fólki trú um að hér hafi verið á ferðinni kind hehe eins og hún Hrefna þekki ekki kind frá ísbirni.  Það er nefnilega þannig að þessi vinkona mín er nánast fædd í fjárhúsi og hefur smalað og rekið  sauðfé um fjöll og dali frá blautu barnsbeini. Hún þykir með eindæmum fjárglögg og þekkti kindurnar frá bænum sem hún ólst upp á, með nafni í margra kílómetra fjarlægð. Gott ef hún þekkti ekki kindurnar á næsta bæ líka, alla vega eitthvað af þeim.

En hvað varð um ísbjörninn?? Ég þykist nokkuð viss um að ísbjörninn var skotinn með leynd og látið líta svo út að hér hafi verið um rollu að ræða sem þær vinkonur sáu.  Þið sjáið sjálf að það hefði orðið ægilegt uppnám ef upplýst  hefði verið að þetta var  ísbjörn og engan veginn hægt að fara aftur út í tvísýnar björgunaraðgerðir líkt og reynt var við um ísbjörn nr. tvö og ekki má segja það opinberlega að  ísbirnir sem stíga  á land  í Skagafirði hér eftir verða skotnir.   Enda þetta ísbjarnagengi að rústa ferðamannastraumnum og ferðaþjónustinni   í Skagafirði eins og hún leggur sig. Stíft fundað í ferðamannaráði þar á bæ hefur maður heyrt þessa dagana og Skagfirðingar mega ekki við fleiri áföllum í atvinnulífinu frekar en aðrar byggðir úti á landi.

Þannig að þeir skutu hann Gasp


Fallegu Kleifarnar mínar

Ég var að koma heim eftir heimsókn á Kleifarnar með hundana. Það er að færast líf í húsin sem staðið hafa auð þar sem enginn hefur þar fasta búsetu lengur.  Því er ekki að neita að það er örlar á viðkvæmni að hafa fylgst með að síðasti vetur var sá hljóðasti á Kleifum í mörg ár. Af vana fór ég þangað nær daglega  eða eins oft og fært var því hvergi er betra að hlaða sig orku en á þessum ljúfa stað sem getur sagt okkur ótal sögur og geymir minningar um fólk sem var sjálfstætt og sjálfum sér nóg í flestu.

Ég sat fyrir sunnan Árgerði heyrði lóuna syngja og í fjarska mannamál og leik barna sem voru komin á svæðið.  Kolur og Valli hlupu um í eltingaleik og liggja núna uppgefnir eftir góða stund.  Ég gleymdi stund og stað, vissi ekki hvað tíminn leið var bara í Kleifaheimi sem við aðeins þekkjum sem höfum upplifað það og reynt.  Það er eins og sálin verði önnur og ekkert er annað til í heiminum nema þessi staður og ekkert truflar mann.

 

 


Vælandi blaðamenn

Mér finnst kæru blaðamenn og aðrir sem starfa við fjölmiðla, að þið hafið ekkert  með það að gera að mynda blessaða skepnuna í blóði sínu.   Það ganga ísbirnir á land og æsingurinn í fréttafóli væri ekki meiri þótt þetta væru geimverur. Mér finnst sjálfsagt að takmarka aðgengi að skepnunni og fullyrði enn að allur sá mannfjöldi sem var á Skaga þegar átti að ná ísbirninum lifandi, átti þátt i hvernig fór. Ísbirnir eru gríðarlegar sterkar skepnur og þótt þeir séu þunglamalegir að sjá þá eru þeir örfáar sekúndur að ná tugakílómetra hraða.   Þið getið bara myndað eitthvað annað, enda er þetta ísbjarnafár að verða hálf leiðigjarnt heyrist mér á öllu.

 


mbl.is Blaðamannafélagið ályktar um ísbjarnarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og á þetta bara að vera svona?

Er þetta að gerast í alvörunni? Og ég haldin hvítabjarnahræðslu af þriðju gráðu af fjórum Errm. Held ég starti af stað landsöfnun fyrir næturkíkir, hann hefði komið að góðum notum við leit  í þokunni síðastliðna nótt.

Annars er það að frétta að það var búið að planleggja fyrir löngu að fara í veiði á Skaga í sumar og þvælast þarna eitthvað, gott ef ekki átti að tjalda.  Það er af og frá að ég stígi fæti mínum niður á þessu svæði í nánustu framtíð, ætla ekki einu sinni að tjalda á Hólum í Hjaltadal. Annars  heldur húsbóndinn því blákalt fram og segir hverjum sem heyra vill að ég sé að mana hann í veiði á Skaga.  Issss það sem þessum körlum getur dottið í hug.  Nú er ég reyndar ekki í rónni því það var að fara frá mér fólk í morgun og ætlaði einmitt að fara Þverárfjall, þau eru til lánsins vel vopnum búin og með kaðal þar að auki.  úffff þetta ætlar að verða spennandi sumar eða hitt þó heldur hækkandi eldsneytisverð og landtaka ísbjarna.


mbl.is Hvítabjörn á Skaga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nætursjónauki

það er ekki annað hægt en að segja að systursonur minn elskulegur hugsi ekki um móðursystur sína.( Þori ekki að nefna hann á nafn hér inni, það er allt of viðkvæmt fyrir hann.)  Í dag renndi hann í bæinn á nýju götuskellinöðrunni sinni og það sem drengurinn tók sig vel út, þetta er bara eins og riddari götunnar Grin eina sem vantar er hliðarvagn fyrir unnustuna, en það á víst bara eftir að leysa hann út úr tollinum. Þannig að ef þið mætið turtildúfum á götuskellinnöðru með hliðarvagn á þjóðveginum í sumar þá er það þau.

En hvað um það, drengurinn fékk að heyra allt um nætursjónauka leit móðursystur þannig að þegar hann kom heim sendi hann mér slóð á þetta þarfatæki sem er nauðsynlegt á hvert heimili hér á hjara veraldar, ekki síst á þessum ísbjarnalandtökutímum.

Læt slóðina fylgja hér

http://www.cabelas.com/cabelas/en/templates/product/standard-item.jsp?id=0038071712563a&navCount=1&podId=0038071&parentId=cat20754&masterpathid=&navAction=jump&cmCat=MainCatcat20712-cat20754&catalogCode=XH&rid=&parentType=index&indexId=cat20754&hasJS=true

Svaka tækiWink


Að finna hvítabjörn

Ég ætti að fá að fara með í þessa ferð, ég sé hvítabirni út um allt þessa dagana.  Ég sá t.d. tvo í gær fyrir neðan Múlaveginn Dalvíkurmegin, mér var góðfúslega bent á að þetta væru rollur, síðan sá ég aftur nokkra í ísbirni á sundi í sjónum þá hristi húsbóndinn gáfaða höfuðið sitt og sagði mér að þetta væru freyðandi öldutoppar.  Nú síðar um kvöldið sá ég þrjá uppi á Lágheiði en þegar ég gætti betur þá voru þetta þrjár álftir Blush  einn lá makindalega í laut  í fjallshlíðinni suður og upp af Kleifunum,  ég þeyttist inn og náði í kíkirinn, þetta var snjóskaflCrying    En nú veit ég ráð ég ætla að fá mér næturkíkir, verst að það eru bjartar sumarnætur enn þá þannig að þessir ísbirnir geta flakkað um allt nokkrar vikur í viðbót.   Aftur að næturkíkinum, þannig er að ég á bróðir sem les óskaplega mikið bækur og  rit eins og  Úrval og Lifandi vísindi og allt sem snýst að einhverju svona.  Hann nefnilega hringdi í mig utan af sjó, vissi alveg að hans ástkæra systir er haldin ísbjarnahræðslu á þriðja stigi af fjórum. Og hann benti mér á að hárin á ísbjörnum eru glær og hol til að halda á þeim hita, sjást þar að leiðindum illa á ís, hmmmm veit ekki alveg með íslenska móa.  En sama best er að sjá þá í dimmu með næturkíkir, þannig að nú er ég að skoða síður og leita mér að einu stykki svoleiðis takk.
mbl.is Hvítabjarnaflug í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband