Færsluflokkur: Dægurmál

Koníakstofa og Marjúana

Eins og þið vitið þá á ég Koníakstofu, gasalega lekkert og notaleg vistarveraWink Þeir sem halda öðru fram að þeim sé aldrei boðið neitt þar muna bara ekkert eftir því, því þeir kunna sér ekki hóf  í Koníakstofunni minni.  Nú er ég viss um að sumir halda að ég sé gjörspillt með Koníakstaup í annarri og Marjúana í hinni.  Systir mín á það nefnilega til að skjóta á mig ef ég skrifa eitthvað (sem henni finnst ferlega geðveiktToungeGrinW00t) hvað ég hafi verið að reykja.  Og ekki hefur það skánað síðustu daga, ég er bara farin að hafa verulegar áhyggjur af mér. Pólverjarnir mínir halda því orðið fram að ég sé inn í kompu og bak við ker að reykja Marjúana alla daga í vinnunni........ það geti bara ekki verið að einhver sé svona happy og liggi í hláturkasti mörgu sinnum á dag. Einn er orðin frekar ágengur hvar ég fái þetta Marjúana, ég auðvita segi þeim að ég rækti það sjálf í eldhúsglugganum hjá mér.  Heee fer vel við nýju gardínurnar.   OMG W00t nú verður það næsta sem ég veit að Jón Lögga og Bjössi brj.....Policestanda inn á miðju eldhúsgólfi hjá mér að leita að einhverju ólöglegri ræktun sem eftir fréttum að dæma er ræktað orðið í öðru hverju húsi í spillingaborginni Reykjavík. 

Og ekki nóg með þessar happypælingar um mig  í vinnunni sko lyftaradrengurinn vinur minn , sem ber einnig Evrópumeistartitil í samkvæmisdönsum úlalallalalala er líka orðinn handviss um að Kiddi í Garði sé minn loverboy, eitthvað finnst honum vafasamt á milli okkar og grunsamlegt að grípa okkur tvö á kjaftinum út við vegg eða inni í gömlu síldarþrónni.Whistling

Segið svo að aldrei gerist neitt  smjatt smjatt


Jólatréð fokið út um gluggann

Þá fékk fallega jólatréð okkar að fjúka út um gluggann á koníakstofunni í kvöld. Það átti nú að fá að standa eitthvað lengur en ræfillinn tók upp á því að halla ískyggilega og engu tauti við það komið. Mér finnst voða notalegt að hafa jólatréð eitthvað lengur uppi við ef það heldur sér vel. Taka af því jólaskrautið og njóta þess að hafa græna og ilmandi stafafuru inni hjá sér svona eitthvað þar til fer að birta.  En það er víst búið þetta jólatrés tímabil núna. Errm

Annars er búið að vera hálfgert jólastúss á mér um helgina, pakka niður jólaskrautinu og skoða hvern hlut vel og vandlega áður en hann fer niður í kassa til næstu jóla. Trekkja allar spiladósirnar og hlusta á hljóm þeirra einu sinni enn. Taka jafnvel upp úr kössum jólaskrautið sem fór ekki upp þessi jól, svona aðeins til að dást að því.  Strauja dúka og setja niður í skúffu og Jólagardínurnar einu og sönnu fá alveg spes meðferð.  Annars er það að segja að ég var að vandræðast með hvað ég ætti að setja núna upp fyrir eldhúsgluggann hjá mér,  stóð á miðju gólfi og hugsaði til Steina míns og sagði honum að nú vantaði mig einhverjar hugmyndir hjá honum. Ekki að spyrja að því ég varð bara eins og stormsveipur og áður en ég vissi af var glugginn hjá mér orðin alveg gasalega smart.  Enda varð húsbóndanum að orði þegar hann leit dýrðina augum " Þetta minnir mig á Steina"Smile

Einhver jólaljós eru eftir í gluggum og á utan á húsinu og fá að lifa eitthvað áfram, alla vega þar til kemur betra veður þarna úti.  Gott að fá smávegis snjó og vetur svona á þessum tíma, ekkert að því. Ætluðum inn á Hrafnagil í gær, stelpurnar ætluðu á frjálsíþróttamót, en við vöknuðum við Ólafsfirskan hríðarbyl svo varla sá milli húsa og alls ekki upp á brekku. Við vorum því bara heima og Múlinn lokaðist vegna sjóflóðs en það er svo sem ekkert nýtt.

Held ég nenni ekki að skrifa um ástandið í stjórnmálum og úti í heimi, sýnist nógu margir blogga um það og alltaf finnur maður einhverja samsvörum í einhverju hjá einhverjum, eða þannig sko.  Ég hef það ágætt og þakka fyrir það á hverjum degi.

Gleðilegt ár, spái fyrir komandi ári seinna eða þegar ég er í stuði

Kveðja Ásta

P.s. Vitið hvað???  Hehehe nú er ég undir dulnefni Tounge Það kannast enginn við Snjólaugu, nema kannski hann Þórir kennari man að hann kallaði mig þetta alltaf hér forðum daga í skólanum, efast um að hann lesi bloggið hjá Bjargfrúnni.  Þannig að hér eftir get ég látið allt flakka ef mér sýnist. 

 


Íslendingar hvað???

Guð almáttugur hvað fólk í stríðshrjáðum löndum á erfitt, hvað erum við að væla hér á Íslandi. Hér eru hlý hús, friður, matur og maður getur lifað í ró og næði.  Mesta hættan að rukkarar elti mann.Errm  Ég get ekki sett mig í spor fólks sem þarf að flýja landið sitt undan ofsóknum og dráptólum, missa fjölskyldu og vini í sprengjuárásum og fyrir byssukúlum.  Eiga ekkert og vita ekki hvað býður manns.   Í nokkur ár átti ég nágranna sem komu hingað, þau höfðu þurft að þola ofsóknir og voru réttdræp í sínu landi aðeins fyrir að vera ekki réttu trúar. Misstu allt sitt og maðurinn hafði verið tekinn til fanga og hlekkjaður og bar þess enn ör.  Indælisfól sem elskar Ísland og það öryggi sem hér er að finna.

Þökkum fyrir hvern dag sem við eigum í friði hér á landi. 


mbl.is Flykkjast til Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupa og kaupa ekki, eins og faraldur

Það er skrítið að horfa á venjur okkar mannanna, það er eins og kaupæðið sé faraldur sem æðir áfram, næst fara allir að spara og talið snýst allt um það, kreppu og samdrátt.   Um leið fara öll hjól að snúast hægar, líka hjá þeim  sem hafa efni á að kaupa  og spreða  þau hæga líka á ferðinni. 
mbl.is Neytendur fara sér hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf hallærislegt

Mér finnst  bankamenn og einhverjir "útrásarvíkingar" sem skreyta þessar nýju tertur ekkert hafa að gera með að vera settir á sama stall og þeir sem landinn hefur sprengt upp síðustu ár.  Þar voru gömlu hetjurnar út Íslendingasögunum sem við fengum að minnast um hver áramót og þótti mér þeim gerður nokkur heiður að því.  Mig langar sko ekki vitund að sjá fallegu ljósin og stjörnurna úr bombunum vera mér  til ánægju í nafni einhverra plastvíkinga.   Pufffff bara....
mbl.is Bankamenn sprengdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera á sjó á þessum slóðum

Ég væri drulluhrædd að fara þarna um og lenda í höndum sjóræningja.  Eitthvað er það samt við sjóræningjanafnið sem hefur fengið á sig ævintýrablæ, hvort sem það er aðeins í ævintýrum og bíómyndum, jafnvel þótt örlítð sexy hmmm það er nú kannski annað mál.

En eitthvað er það sem fær fólk til að stunda þessa iðju sem ég hef ekki sett mig inn í.  Auðfenginn gróði ef vel heppnast, lausnargjöld og annað sem reynt er að ná.  Nú þetta gæti jafnvel verið það eina sem býðst hjá sumum til að hafa ofan í sig og sína.   


mbl.is Sómölskum sjóræningjum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jól í Fjallabyggð

Vaknaði inn í einn fegursta dag á árinu sem senn er á enda. Gekk í heim jólanna á efri hæðinni og stóð lengi og virti fyrir mér jólatréð okkar sem stendur í koníakstofunni, skreytt með jólaskrauti sem hvert og eitt á sína sögu og skartar marglitum ljósum. Úti sá ég morgunskímuna læðast yfir fjörðinn, hæglát til að raska ekki ró þeirri sem hvíldi á milli fjallanna. Ólafsfjörður er fallegur en í dag skartar hann sérstökum spariklæðnaði okkur til heiðurs.

Fyrir mér byrja jólin á Þorláksmessu og enda ekki fyrr en á miðnætti 6. janúar. Undanfarin ár hef ég haft það á tilfinningunni í öllum þeim hraða sem hefur fylgt að margur hefur ekki getað beðið eftir jólunum. Ekki síst fjölmiðlar og þeir sem selja varning í pakka og klæði utan á mannslíkamann. Ég hef velt fyrir mér hvort raunin geti verið sú hjá mörgum að þegar tekið hefur verið utan af jólapökkunum á aðfangadagskvöld þá eru jólin búin. Jafnvel strax á fyrsta virka degi milli jóla og nýárs fer að hellast yfir okkur tilkynningar um útsölur og hugleiðingar um þorrann sem bankar uppá á bóndadag.  Því eru allir að flýta sér svona?  Mér finnst eins og það sé búið að flýta jólunum og það sem áður var samfelld tveggja vikna jólahátíð sé  orðið kapphlaup milli verslana, auglýsinga og  jafnvel tónleika og  annarra viðburða sem áður tilheyrðu sjálfum jólunum í friði og ró eru núna eitthvað sem þarf að hespa af fyrir jólin.

En það sem af er mínum jólum hefur verið dásamlegt, aðfangadagur heima hjá systur minni þar sem við komum öll saman, fórum við systur síðan á jóladag og hlýddum á messu á Hornbrekku með mömmu, og í dag þessi fallegi dagur sem lætur mig muna hvað ég er heppin að fá að búa hér. 

Ég ætla að fá mér meiri tertu og kaffi, hafið það gott í dag.Grin


Sunnudagsmorgun í friði og ró

Það er eitthvað sérstaklega notalegt að vakna snemma á frídegi, upplifa kyrrðina sem liggur yfir bænum, fylla húsið af kaffiilmi, narta í góðgæti og gera ekki neitt, sitja og njóta þessa að vera til. Þegar ég á svona stund þá finnst mér alltaf vera jóladagsmorgun, það er eitthvað sérstakt að vakna á jóladagsmorgni og ganga um húsið, kannist þið ekki við það?

En nú er mín t.d. búin að drekka þrjá kaffibolla, borða 6 smákökur+ Blush uppfull af koffíni og sykri þannig að álögin eru fallin af kyrrðarmorgninum.

Ég er búin að gera helling í desember, áttum stórkostlega stund með vinafólki og börnum þegar við fórum og náðum okkur í jólatré inn við Þelamörk, tónleikar í Tjarnaborg, litlu jólin í skólanum þar sem Erla mín tók þátt í helgileik, fjölskyldusamvera í kirkjunni þar sem dætur mínar voru að leika á hljóðfær og taka þátt í helgileik, nú nokkrir fundir vegna aðalskipulagsvinnu í Fjallabyggð og opinn fundur í Tjarnarborg, vera í vinnunni og reyna að halda sjálfri mér sæmilega vel til hafðri en eins og konur vita þá tekur það sífellt lengri og lengri tíma eftir því sem maður eldist.

Stundum gengur heljarinnar á í vinnunni og núna t.d. er ég með rispu á enninu og kúlu, rispuna fékk ég þegar datt á mig pappakassalok en mér er ómögulegt að muna hvernig ég fékk kúluna, man aðeins að ég rak mig í ææææ  ætli ég láti þetta ekki bara ganga yfir og sé ekkert að reyna að meika þetta. Þegar ég les þetta yfir þá mætti halda að ég væri í glasi í vinnunni úbbbbs ég er bara svona ölvuð af Pólverjunum.  

Það er yndislegt að vera út á landi hér er lífið, kreppan löngu búinn hjá okkur og góðærið kom aldrei.  Mér er þó minnisstætt ástandið í Ólafsfirði um 2000, þá var kreppa.... stórir vinnustaðir sem fóru í gjaldþrot og tugi manns missti vinnuna, fólk skyldi eftir húsin sín og flutti úr bænum, græna blokkin stóð auð marga mánuði og auðu húsin störðu út í myrkrið. Gengið varð óhagstætt fyrir útgerðir, verslanir lokuð  og allt gekk á.  Þetta þótti ekki merkilegt í augum stjórnmálamanna eða íbúa á höfuðborgarsvæðinu, enda hefur reynslan kennt landsbyggðinni að trúa og treysta á sjálfan sig frekar en nokkuð annað. 

Nú er 2009 að ganga í garð, ég held ég geti með réttu sagt að Ólafsfjörður er á uppleið aftur, það tók öll þessi ár, það má gera ráð fyrir 5 ára baráttu eftir kreppu og þá fer að síga á betri tíð hægt og bítandi.  

Við sem erum kristin þekkjum það sem Jesús sagði um kjaftshöggið og hinn vangann, ég hef alltaf túlkað þetta á þá leið að við eigum að gefa annað tækifæri, standa upp eftir kjaftshögg og halda áfram, láta engan slá okkur úr leik og ekki láta það sem aðrir þvælast fyrir okkur  verða okkur fjötur um fót. 

Stundum má segja að aðstæður verði erfiðar og við sjáum ekki að við komumst út úr þeim, þá er ráð að leggja árar í bát um stund og láta reka, safna krafti jafnvel borða nestið og safna orku, hugsa og finna réttu leiðina... þá verðurðu brátt tilbúin til að fara aftur fram af fullum krafti og sigra heiminn  jeeeeeeeLoL

Nú fer ég í meira kaffi og kökur, tilbúin í jólaverkin. Hallelúja vinir 

 


Eru allir farnir að njósna um alla ???

Rosalega finnst mér þetta eitthvað allt vera að fara í slúðurberafarveg manna á milli. Þessi sagði þetta og hinn sagði hitt og þessi tók það upp og annar náði mynd á farsímann sinn eða falinni myndavél.  Mér er sama hvert málið er, hvort sem það er heiðarlegt eða óheiðarlegt þá finnst mér það lægsta sem fólk kemst það er að birta opinberlega samtöl eða myndefni þar sem aðilar eru að tala sama og fólk heldur að það sé aðeins þeirra á milli.

Ég er ekki að meta svona fréttaflutning og kjaftagang  hvort sem það er í Kastljósi, Kompás, DV eða öðrum fjölmiðlum.  

Hafið skömm fyrir allir saman mér finnst þetta ljótur leikur.


mbl.is „Stóðum andspænis þessum hroðalegu örlögum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólafílingur jeeeeeee

Á eftir er ég að fara í sunnudagaskólann og ætla að njóta þess að horfa á yngri dóttur mína og bekkjarsystkini sýna helgileik, ég er dálítið spennt á að horfa á þau alveg yndisleg þessar dúllur og búin að leggja mikið á sig við æfingar og undirbúning.  Ég skrifa þetta undir gítarleik eldri dóttir minnar, hún ætlar að mæta með gítarinn og flytja fallega tónlist í kirkjunni á eftir.

En hápunktur dagsins verðu þegar við og vinafólk okkar förum og náum okkur í jólatré inn við Þelamörk, veðrið er eins og best verður á kosið og á eftir skógarhöggið förum við í tertur og súkkulaði nammi namm.  

Veit ekki hverjir eru ákafir Hulda, Erla, Sibba og Gulla eða.... Villi og Ásgeir Logi þeir pabbarnir eru alla vega búnir að næla sér í heljarinnar kerru til að flytja trén í heim. Og í gærkveldi mátti sjá húsbóndann með málband og alles að mæla hvað væri hátt til lofts á hæsta punkit hjá okkur í koníaksstofunni Tounge

Það er svooooo gaman í að vera til. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband