Færsluflokkur: Dægurmál

Getur það verið umhverfisvænna

Ég sé enga ástæðu til annars en að gleðjast yfir tilkomu þessara verksmiðju, þarna verður  meðal annars unnin vara sem er sannarlega mikið seld hér á landi og  myndi valda þjóðaruppnámi ef hún fengist ekki í búðum. Tounge Þarna er um atvinnuskapandi verkefni að ræða og orkan sem til þarf fæst á staðnum og byggingar fyrir þannig að ekki er um ósnortið land að ræða. Eflaust verða einhverjar óánægju raddir sem heyrast eins og við má búast en höfum við efni á því að standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu á þessum tímum.  Stundum velti ég því fyrir mér hvort Íslandi sé ekki skylt að nota sína umhverfisvænu orku til heimsframleiðslu frekar en að vilja að notuð sé mengandi orkugjafar. En það er nú eflaust annað mál.  

Ég óska þeim er standa að þessu verkefni alls hins besta og gangi ykkur vel 


mbl.is Pappírsverksmiðjan þarf ekki í umhverfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólalegt í Ólafsfirði

Held það verði ekki jólalegra en einmitt hér, stóru snjókornin eins og fiður og dúnmjúk mjöll yfir öllu. Jólaljósin að koma upp og friður yfir öllu.  Það er eitthvað svo tært, ró og friður sem umlykur mann þegar maður gengur um bæinn á svona fallegu kvöldi.

Húsbóndinn fór á háaloftið í dag og tók niður nokkra kassa af jólaskrauti, alltaf bætist í safnið þótt ég sé löngu búin að setja stopp á að kaupa meira.  En eitt og eitt læðist með í jólapökkum eða í skóinn.  Það er að verða jólalegt hjá okkur Villi og dætur settu upp útijólaljósin í vikunni, Jólagardínurnar komnar upp og í dag kom aðventuljós og einhverjar jólaseríur.  Oft merkilegt hvað maður getur afrekað yfir daginn þótt maður sé í hálfgerðu letikast.  Stelpurnar og vinkonur fóru síðan upp á torg við Tjarnarborg þegar kveikt var á jólatrénu, eitthvað klikkaði með jólasveinana sem eru vanir að koma, urðu einhversstaðar fastir á heiðinni ægileg vonbrigði fyrir yngstu börnin.  ÆÆÆÆ 

Góða nótt. 


Konukvöld í stórhríð

Sjá mátti Ólafsfirskar konur af öllum gerðum og stærðum spana í "Kaupfélagið" í kvöld þar sem Steini Sínu býður upp á konukvöld með alles.  Ekki létu þær hríðarbyl né vetrarhörku halda sér heima enda margt í boði og fjörið mikið.  Einhverjir voru á Rotary fundi og Kiwanis heimilið við hliðina á mér er uppljómað þannig að það er nóg um að vera í félagslífinu hér úti á hjara veraldar.  Við erum byrjuð að vinna aftur á kvöldin hjá Jensen, Danirnir farnir að afgreiða vörur til Íslands aftur þannig að nú ætti vonandi allt að vera að komast í eðlilegt horf. 

Við Kolur minn fórum nú bara á göngu á bryggjuna í kvöld, ég lét konukvöldið hjá Steina og Þórönnu  í Kaupfélaginu fram hjá mér fara.  Enda er ég orðin hálfgerður karlmaður held ég af vinnunni hjá Ásgeiri Loga þarna í Norlandia, meira að segja Pólskur karlmaðurWink  Samt er eitthvað að hressast upp á Íslendingana og bæst hafa við tveir knáir sveinar og ein blómarós, þannig að það er orðið kjaftafært á Íslensku í kaffistofunni.

Fór til Hófíar í gær hún varð óð og klippti af mér hárið..... omg það lenti nær allt á gólfinu, held hún sé að safna í værðarvoð handa Sigga í jólagjöf.  Nú er ég skvísa eða þannig með nýjustu klippingu af stuttu hári.   

 Jón Þór búinn að vera í bænum með krakkana í dansi þannig að maður skellir sér á danssýningu á morgun.  Búið að vera fjör á Bjargi að velja búninga í dansinn úlalalallala......

Allir út að moka á morgun, söfnum kröftum í nótt. 

 

 


Hólímólí ég er búin að setja upp Jólagardínurnar

Haldið að ég hafi ekki bara skellt upp Jólaeldhúsgardínunum, og þær einu sönnu.  Ég skal nefnilega segja ykkur að mínar Jólagardínur eru sko ekta.  Þetta eru gömlu gömlu gömlu hennar Ásgerðar systur en hún er nú svo nýungagjörn á jólagardínur að hún er örugglega búin að vera með 17 síðan þessar héngu uppi hjá henni.   En þessar eru Jólagardínurnar og alltaf jafn jólalegar og minna mig á systkinabörnin mín þegar þau voru börn. Reyndar finnst mér þau alltaf börn þessar elskur og alveg steinbit hvað drengirnir láta illa að stjórn móðursystur sinnar. 

Í dag átti að fara í vesturbæ Fjallabyggðar og funda vegna nýs aðalskipulags, en fundurinn sleginn af vegna slæmrar veðurspá seinna í dag.  Úfff hvað ég verð fegin þegar göngin okkar koma.Grin

En hér er bara jólalegt kominn snjór aftur yfir allt og núna er Hulda mín að spila svo fallega á gítarinn fyrir mömmu sína, aðeins að ná mér niður sko í jólastessinu hehe  

Sigurbjörg fór út í gær og von er á Mánaberg í dag, þannig að Finni mágur getur farið að jólast. Hann og Héðinn bróðir geta tekið jólasyrpu á Kleifunum.  Kissing  Það hefur dregið úr Kleifaferðum hjá mér, mikið að vinna og færðin ekki búin að vera góð.  En held þetta komi allt með nýju eldhúsinnréttingunni.  Það væri fínt að fá hana fyrir jól svo hægt væri að baka smá á Kleifunum bara upp á fílinginn.  

Held að mamma mín sé að komast í jólaskap eins og ávallt, hún er sú mest jólabrjálaðasta sem ég hef þekkt hehehehe usssss bakaði  fullt búr og kistur, skreitt og skrúbbað og hún gerði allt í einu. Maður hljóp á undan tuskum og sópum, hrærivélin í gangi og kökur í ofninum. Gott ef hún var ekki að prjóna, lesa og leysa krossgátu í leiðinni.  Elsku mamma mín orðin fjörgömul en mundi þó eftir að láta mig taka kökudallana með mér heim af Hornbrekku um daginn svo ég gæti fyllt á þá fyrir jólin.

Held áfram í jólatiltekt, dóttirin farin að æfa tónstigann held hún meini eitthvað með því finn alla vega taktinn. Var ég að sofna hmmmmm

Það held ég nú.

 

 


Hársbreidd frá innrás

IceSave - málið var komið á stórhættulegt stig og ég held að almenningur geri sér enga grein fyrir hvað var í raun að gerast.  Við vorum hársbreidd frá innrás, það er bara þannig, hvort sem þú trúir því eða ekki.  Það er algjör suðupottur hjá þjóðum í dag vegna þess ástands sem yfir er að ganga. Það gekk svo mikið á að Nato sá sig knúinn til að grípa inn í ástandið á milli Breta og Íslendinga og við þessi litla þjóð var stillt upp við vegg af stærri þjóðum til að ekki færi allt úr böndunum.  Það er gott að vera staðfastur og standa á sínu en stundum þarf maður að gefa eftir til að vera samningahæfur.  Álagið á okkar fólk er gífurlegt, og megi þau hafa styrk til að ljúka því sem þarf að vinna  til að koma á ásættanlegu flæði hér og að utan.

 


mbl.is Gátum ekkert annað gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er með þessa Bjarna?

Þeir eru í topp 10 hér dag eftir dag.   En  karlinn hann Bjarni Harðar þetta var ótrúlega óheppilegt hjá honum.  En það er líka gott að fá smá gálgahúmor til að hressa upp á fréttamennskuna, því óneitanlega í ömurlegheitum þess sem hann ætlaði að gera Valgerði  eru þessi mistök hans brosleg.

Mig grunar að þetta hafi Valgerður þurft að þola að karlpeningnum í Framsókn undanfarin ár,  þeir hafa marg reynt og líka tekist  stundum að bola henni í burt þar sem hún átti virkilega rétt á að vera.  En Valgerður lætur ekki reka sig svo glatt í burtu og nú held ég að hún hafi fengið hjálp að handan.  Halo  

 


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóttin mín fallega að skella á

Hér sit ég ein og húsið orðið hljótt, ef frá er talið hundarnir tveir þeir Kolur og Valli sem geta ekki sofnað af ótta við hvort hinn fái meira pláss við fætur mínar en hinn.  Dætur mínar ásamt vinkonum fóru að sjá leikrit sem sýnt var í Tjarnarborg í kvöld. Það má með sanni segja að undirbúningur fyrir leikhúsförina hafi verið mikill hjá þessum elskum.  Fyrst að máta og finna viðeigandi dress og síðan að punta sig til.  Þegar þær voru farnar varð mér litið inn á baðherbergið og hló og kallaði á húsbóndann að koma að sjá.   Það mátti sjá sléttujárn, snyrtidót og annað sem tilheyrir á við og dreif og augljóst að mikið hafði staði til.  Grin unglingsár dætra minna og vinkvenna erum víst að stíga í hlaðið.  Sýningin tókst með ágætum og vakti með þeim mikla lukku, vinkonurnar fengu að gista enda frí í skólanum á morgun. Já og ég þarf ekkert að sjá leikinn, fékk þetta allt endurleikið hér heima í stofu áðan.  Alltaf gott að spara sagði kellingin.

Ætla að loka öllum útihurðum vel í nótt, það er að skella í lás með slagbrand svo hann Kolur minn bjóði ekki Valla vini sínum sem fær að gista líka hér á eitthvað flakk.  Það er nefnilega þannig að dætur mínar gistu síðustu nótt hjá áðurnefndum vinkonum sínum og Kolur fékk að gista með.  Um sjö í morgun heyri ég að Kolur kemur inn og hélt að húsbóndinn hefði sett hann út í sín daglegu morgunverk.  En aldrei heyri ég hurðina lokast svo ég fer og athuga málið.. Er þá ekki Kolur minn mættur inn á gólf með Valla vin sinn með sér.  Veit ekkert um hvað þeir félagar voru búnir að þvælast, lán að þeir eru báðir geldir þannig að ekki hafa þeir hvolpað einhverjar tíkur sem þeir hafa hitt.   Kolur minn fer sínar leiðir og opnar allar hurðir ef honum sýnist svo, hann er svo klár þessi elska.  

Á morgun er saxafón dagur hjá mér og því best að fara að sofa og safna orku í lungun.

Góða nótt 


Hvað er í gangi

Af því að á mig er lagt að sjá  hlutina yfirleitt með öðrum augum en flestir aðrir þá er ég að hugsa einmitt núna þegar ég les þessa frétt, hvort Íslendingar í Bretlandi séu taldir með. Hmmm það skyldi þó aldrei vera, hvað vitum við hvað gengur á.  Ég hef  leitt hugann að því frá byrjun hverjir standa að  baki þessu hruni sem gengur núna yfir heiminn og verð að viðurkenna að ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að al - Qaeda standi fyrir þessu.  Frá því fyrsta að þeir gerðu árásina 11. sept hér um árið þá mátti vita hver tilgangurinn var.  Þeir ætluðu að fella fjármálamarkaðinn eins og hann leggur sig. Flestum finnst þessi tilgáta mín út í hött en ég held þetta. 

En við hér á Íslandi þurfum ekkert að hafa áhyggjur af al- Qaeda og félögum þeirra, núna erum við víst einn af þeim. Crying


mbl.is Þúsundir öfgamanna sagðir vera í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin frétt

Maðurinn hafði sjálfur samband til að vekja athygli á að það væri búið að stofna söfnun handa honum, er þetta ekki full langt gengið?  Ég er ekki alveg að átta mig á þessu satt best að segja.  Er maðurinn virkilega að betla?


mbl.is Björgum Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki í lagi

Gasp Hvað gerðist á mbl.is ????? Duttu þau í jólabruggið eða hvað???  

 

Vil  nota tækifærið og hvetja Sveitastjórnir og aðra til að senda Færeyingum kveðju og þakka fyrir okkur.   Mætti Færeying í gær og rak honum rembingskoss, aumingja maðurinn vissi ekki hvað var í gangiTounge   Síðan kyssti ég alla Pólverjana í vinnunni en þeir urðu ekkert hisssa hmmmmm

Á það hefur verið bent að við förum í Færeysku símaskrána veljum nafn eða nöfn og sendum þeim jólakort.  Ég held ég geri það bara Halo


mbl.is Austlendingar þakka Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 30208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband