Færsluflokkur: Dægurmál
8.11.2008 | 18:52
Er enginn dugur í fólki lengur
Þvílíkt ofeldi og allt upp í hendurnar sem er búið að ala ungu kynslóðina á hér undan farin ár er svo sannarlega að skila sér núna þegar kreppir að okkur. Með sjálfri mér hugsa ég á blað, er þetta kannski það besta sem gat hent unga fólkið á Íslandi í dag. Ofaldir grísir að springa úr frekju. Það gekk reyndar svo gjörsamlega út í eitt það sem ég heyrði ungann mann segja í viðtali við fréttamann. Þessi ungi maður var tilbúinn og sagði það að við ættum að fara undir Norðmenn eða bara eitthvað!!!!!!! Er fólk virkilega tilbúið til að gefast upp, kann það ekki að berjast fyrir neinu lengur eða nennir því ekki. Það er reyndar satt að fólk berst ekki fyrir réttindum sínum fyrr en það verður svangt. Og ætla ég að vona að við þurfum að bíða lengi eftir því og vona að það gerist ekki.
Það sem ég reyndar óttast mest þessa dagana er innrás frá Bretum, sorry vonandi úr lausu lofti tekinn þessi ótti minn en samt....... Það er verið að leggja Ísland og Íslendinga í einelti út um allan heim. Ráðast á þetta litla land og Bretarnir hafa sig fremst í frammi við það. Bretar hafa aldrei fyrirgefið okkur sigurinn í síðasta Þorskastríði og ætla að ná hefndum núna. Og hvað er meira að óttast fyrir okkur en reið þjóð og hvað þá með gamalt hatur til okkar. Ég hef líka velt því fyrir mér, hver á að verja okkur eða hver mun vilja verja okkur ef á okkur verður ráðist. Almáttugur svo hugsa ég lengra og velti fyrir mér hvort barsmíðar frá Bretum í dag verði tilefni til þriðju heimstyrjaldarinnar. Ekki þora Danir að verja okkur eða hafa nokkurn áhuga á því, Pólland Rússland eflaust frekar. Jæja hugsa um þetta á morgun.
Ég er með slátur í matinn það er svo þjóðlegt á þessum tímum. Súrsaðir pungar og sviðalappir í tunnu fyrir þorrann.
En hvað um það ég hugsa um stríð núna og aumingja unga fólkið okkar sem ætlar ekki að drulla út ósiggaðar hendur sínar til að verja afa sinn og ömmu.
Gott að búa úti á landi núna, held að hér sé eitthvað að gerast.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 21:49
Einhverjum datt það í hug
að opna fyrir leiðindaskjóðunni þegar ég hafði samviskulega læst hana út. Ég veit ekki hvað þetta uppátæki á að þýða en ég er alla vega grautfúl og það ekkert smá. Sjá þetta gerpi hreykjandi sér á háan hest og þykist allt vita svo er þetta ekkert nema innantóm orð sem gufa upp á sömu mínútu og leiðindaskjóðan hefur sleppt þeim út úr sér. Ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að skjóta hana á færi en ætla að bíða fram á aðventuna, það getur nefnilega orðið afskaplega kósí að nota mörinn af henni á lampann til að halda stemmingunni, þú skilur hvað ég meina.
Ég er alveg orðin ráðþrota á blessaða peningatrénu sem ég rækta í eldhúsglugganum hjá mér, það blómstra á því peningar sem aldrei fyrr og ég veit ekkert hvað ég á að gera við öll þessi ósköp, ekki get ég lagt þetta í bankann var að heyra að það ætti að frysta reikninga landsmanna úffff þetta er rosalegt Allir dunkar og skjóður orðið fullt hjá mér og ég sver það að ég sef nánast standandi þessa dagana. En minni datt ráð í hug....... Við þurftum einmitt að taka á því skemmtilega vandamáli hér á heimilinu að versla salernispappír í dag..... ekki frásögu færandi nema það að minn pappír hefur hækkað um 200 kall síðan verslað var inn síðan. Tók ekki eftir þessu fyrr en ég kom heim og fór að skoða kassastrimilinn OMG Svo ég var ekkert að hika við það, tók tvo afleggjara af peningatrénu og plantaði á sitt hvort salernið í húsinu. Nú verður ekkert bruðl meir á þessu heimili, nebb heima framleitt takk fyrir bara að kuðla seðlana aðeins á milli handanna til að mýkja þá fyrir notkun þá er þetta í fínu lagi. Held það nú bara.
Alltaf gott að eiga peningatré
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 06:41
Er kreppan ekki byrjuð??????
Eflaust er það svo að við erum nánast ekkert farin að finna fyrir kreppunni hér á landi. Við höldum það bara því það er talað um þessa kreppu út um allt og fjölmiðlar og aðrir hópar misstu sig. Einn daginn vöknum við og þá er kreppan komin. Hvað langan tíma við höfum í þessu millibils ástandi veit ég ekki en það á eftir að versna, versna, versna. Og enn hangir Íslenska mannskepna á því að hengja bakara fyrir smið. Ekki orð um það meira, ætla ekki að skrifa um pólitík í dag. En þó, " Davíð ég elska þig "
Hlustaði á viðtal í útvarpinu í gær við konu sem bjó í Finnlandi þegar kreppan skall á Finna rétt fyrir aldamótin 2000, þessi kona býr á Akureyri og heitir Sigurbjörg að mig minnir. Ég get ómögulega munað eða ætli ég hafi nokkuð vitað á hvaða útvarpsstöð þetta viðtal var. Þetta var mjög áhugavert viðtal og af hennar reynslu og upplifun þá er nákvæmlega það sama að gerast hér á landi og gerðist þar. Sama ferlið. Ég fékk má segja hnút í magann að hlusta á hana, á þetta virkilega eftir að verða svona hér. Verður gripið til þess hér á landi að hver skóladagur hjá börnum okkar hefst á því að þau fá hafragraut í skólanum á morgnanna líkt og gert var í Finnlandi því ástandið varð þannig þar að það varð matarskortur. Fólk átti ekki fyrir mat ........ það mátti sjá fyrrum vel stætt fólk leita í ruslatunnum nágranna eftir mat!!!!!!!!!
Ég var búin að andskotast allan daginn í gær í vinnunni sem aldrei fyrr, þegar ég er reið þá finnst mér best að koma orku minni frá mér. Aumingja Pólverjarnir fengu aðeins að finna á því... sorry þeir ætluðu að vera með einhver mótmæli, fattaði það svo sem ekki alveg en ég sprakk... ég geri það annars mjög sjaldan...... ég nennti ómögulega að taka þátt í einhverju bulli og vinna á mínus 4 þegar ég er í kasti. Held þeir hafi orðið hræddir við skassið hehehe sko ég er minnsta konan í bænum og margur misreiknar sig heldur betur á því. Ok mínir menn settu í fluggírinn og verða bara að taka þetta út seinna ef þeir verða þá ekki búnir að gleyma því.
Það sem olli kasti mínu í gær var það að vegna ástandsins í þjóðfélaginu þá er búið að fresta fyrirhuguðum framhaldsskóla í Ólafsfirði....... Helvíti......... ég er brjáluð. Samt er ég að reyna að skilja og vissi svo sem að öllu þessu yrðir slegið á frest. En samt .... þetta hefði getað verið komið lengra og verið tryggt. Ég er búin að vinna að þessu mörg undanfarin ár og þetta var komið nánast í höfn. Ég ætla að dæma bæjarfulltrúa fyrir að vera ofur hógværir og fyrri meirihluti var aumingjar og gerðu ekki neitt að viti í þessu máli. Mér er minnisstætt ferð sem ég, Ásgeir Logi frá Ólafsfirði Óli Kára og Skarphéðinn Guðmunds frá Siglufirði tókum okkur upp sem bæjarfulltrúar og fórum suður til Reykjavíkur að erindast í þessu máli. Það var ekki vel séð að við Ásgeir Logi færum þessa ferð en hvað átti að gera, ekki þýddi að sitja heima og bíða eftir að einhver kæmi til okkar líkt og þáverandi meirihluti gerði. Nei ég hef séð það að þú þarft að sækja það sem þú ætlar að fá. Í þessari ferð fengust fundir með ráðherrum, forsætisráðherra, og öðrum yfirmönnum sem við vildum ná tali af og takið eftir þessir fundir voru ekki bókaðir fyrir löngu. Og málið komst á skrið en því miður hafa núverandi bæjarfulltrúar verið haldnir ofurkurteisi og hógværð og ekki sótt nógu fast að ganga frá þessum málum. Ég ætla að skrifa þetta á okkur sjálf hér við utanverðan Eyjafjörð. Eftir hverju voruð þið að bíða????????????????????????????????????????????? Ég er drullufúl
En svona er þetta og ég er farin til Færeyja held ég bara
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.11.2008 | 08:48
Ekkert sjónvarp á fimmtudögum
og alveg dautt í júlí. Það rennur um mann sæluhrollur ég held þessar auglýsingar hjá skjá1 virki þver öfugt á okkur sem munum eftir hvernig þetta var. Ekki það að ég liggi yfir sjónvarpinu eða það trufli fjölskylduna eða hamli á nokkurn hátt.... en samt, sjónvarp stjórnar samfélaginu alltaf á vissan hátt.
Það er búið að vera hávaðarok í nótt og snjórinn að fara það þykir mér leitt, það er ágætt að hafa snjó og hvað þá ef með fylgir stilla.
Ég ætla að yfirgefa börn og bú og skreppa í smá ferð á Mývatn, hitta félaga mína á kjördæmisþinginu og leggjast í pólitík.
Sæl að sinni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.10.2008 | 20:55
Földu börnin hennar Evu
Það skyldi þó aldrei fara svo að með ástandinu í þjóðfélaginu í dag verði falda fólkið á Íslandi undan farin ár sjáanlegt og hagur þeirra til umfjöllunar. Ég hef oft og mörgu sinnum velt því fyrir mér síðust ár hvað orðið hafi um Íslenskt verkafólk, ekki hefur hinn Íslenski verkamaður verið mikið nefndur í kosningastefnum stjórnmálaflokka og hvað þá að um störf þeirra hafi verið rætt á opinberum vettvangi eða í fjölmiðlum. Það hefur verið svo að ef einhver hefur rætt um kjör þeirra sem minna hafa, þá hefur alltaf fyrst verið nefndir til námsmenn, eitt, tvö og þrjú, einn og einn öryrki hefur fengið að fljóta með, ellilífeyrisþegar eftir að þeir tróðu sér nánast með handafli inn í umræðuna til að vekja athygli á kjörum sínum og síðast hefur verið rætt um erlenda verkamenn hér á landi. Þá helst til að grafa upp einhverjar hryllingssögur um slæman aðbúnað.
Það hefur verið ótrúlegt að sjá hvað þeir stjórnmálaflokkar sem við köllum vinstri flokkana hafa gleymt Íslensku verkafólki, ekki síst sá flokkur sem að stofni hér áður hafði sig mest í frammi með að tala máli verkafólks. Íslenskt verkafólk hefur verið falið undanfarin ár rétt eins og skítugu börnin hennar Evu. Mér er það ótrúlega í minni þegar ég sat í bæjarstjórn mitt annað kjörtímabil og var þá í minni hluta hvað andstæðingar mínir vinstrimenn höfðu akkúrat engan áhuga á kjörum almenns verkafólks og ófaglærða í sveitarfélaginu. Mitt fyrra kjörtímabil höfðu þeir átt sinn fulltrúa inni og gefið sér tími til að ræða þeirra kjör líkt og annarra starfsmanna. Það var eiginlega hálfbroslegt þó maður ætti að segja sorglegt að sjá vinstri bæjarfulltrúana fitja upp á nefið ef erindum verkafólks og ófaglærða í starfi bar á borð .. Því nægur var tíminn og viljinn til að taka tillit til annarra starfa.
Ég er Kleifakona, óskaplega pólitísk, nota rétt minn til að segja mína skoðun, baráttumál af öllum toga og fyrir alla hafa ávallt verið mér hugleikin og ekkert lát er á því. Í dag vinn ég í fiskvinnslu hjá vini mínum, mitt eigið fyrirtæki hefur verið stopp undanfarnar vikur vegna ástandsins í þjóðfélaginu og hef ég ekki hugmynd eins og staðan er í dag hvort það fallerar á hausinn eða ég krafla mig upp úr flóðinu. Ég fékk meira að segja útborgað í dag, það var bara ekkert sjálfsagt að það myndi gerast. Vinur minn hefur undanfarið lagt við dag og nótt við að reyna að ná til landsins greiðslum fyrir afurðir sínar og gekk það ekki þrautalaust fyrir sig.
En ef ég heyri rétt er byrjað að renna í baðið fyrir óhreinu börnin hennar Evu. Reyndar hefur formaður Verkalýðsfélags Akraness verið með skrúbbinn ávallt á lofti og látið í sér heyra fyrir þeirra hönd. Hafðu þökk fyrir það Vilhjálmur
63 sagt upp á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2008 | 20:35
Það á ekki af mér að ganga
Eins og Íslendingar margir hverjir þá hef ég þann vana að segja "jæja" t.d þegar ég ætla að hafa mig að vinna eða hef bara ekkert þarfara að segja. Nú þetta segi ég af og til í vinnunni og Pólverjarnir urðu til að byrja með afskaplega kindarlegir á svipinn, síðan hlógu þeir óskaplega og fóru að segja "jæja, jæja" þegar ég sagði jæja. Mér fannst ekki par neitt merkilega fyndið að segja "jæja" eftir t.d. kaffið og standa upp til að hafa sig að verki. En einhverra hluta vegna varð þetta "jæja" að ægilegri kátínu daginn út og inn. Svo var það einn daginn að litla krúttið mitt, sá yngsti í hópnum, ég er nokkurn veginn búinn að taka hann í fóstur. Hann sem sagt sagði við mig yfir borðið "Ásta veistu ekki hvað jæjæ er á pólsku" ég bara " ha nei, hvað" Drengurinn benti eitthvað niður fyrir sig og kafnaði síðan í hlátri. Ég vissi ekki hvað var í gangi og eitt spurningarmerki og það var ekki fyrr en einn eldri og sjóaðri sem þorði að hafa sig eitthvað meira frammi í bendingum og orði kom mér í skilning um að "jæja" merkir og getið nú............... EISTU
Núna reyni ég sko að segja ekki "jæja" meira, en er minnt á þetta minnst 100 sinnum á dag.
Segið svo að það sé ekki gaman að læra pólsku.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.10.2008 | 23:01
Af vængjum Bláklúts duttu kettir tveir
Ég veit ekki hvernig það gerðist en það duttu tveir kettir niður á húsþakið hjá mér snemma í dag, og það furðulega við það var að þeir féllu af vængjum Bláklúts sem er einkarella vinkonu minnar. Hvað vinkona mín var að þvælast með að hnita hringi yfir húsinu mínu þetta snemma morguns er mér enn hulin ráðgáta og hvað þá hvað þessir kettir voru að laumufarþegast með henni á Bláklút. Sjónarvottur hefur þó tjáð mér að hann sé þess fullviss að kettirnir sem hímdu á væng Bláklúts hafi verið fjórir, tveir gulir og tveir gráir. En því féllu þá aðeins þeir gráu af vængnum? Því ekki einn grár og einn gulur? Veit ekki hvort þeir höfðu skipt sér í lið og voru eitthvað að takast á þarna á fluginu þar sem þeir höfðu boðið sér frítt með vinkonu minni eða hvort þetta var afleiðing misheppnaðs ofurbragðs þeirra að skylmast með bundið fyrir augun. Alla vega voru þeir með klúta fyrir augunum þegar ég fann þá. Þessir elskur skullu bara þarna niður við hliðina á mér eins og ekkert væri,, smalllllll en kettir hafa níu líf og þeir hafa ekki verið á því níunda, settust upp eftir smá stund, hristu hausinn og mjálmuðu titillagið að Turninum, þvílík snilld. Þvílík snilld segi ég aftur og aftur, ég hefði getað svarið að þetta væri sjálfur Daníel og félagi sem breimuðu þarna í kór. Mér var svo brugðið að ég hafði ekki rænu á að taka þetta upp þarna á staðnum heldur brölti aftur á bak inn um kvistgluggann til að sækja mjólk, skál og harðfisk. Nú sit ég uppi með tvo ketti sem neita að fara og reyni að ná sambandi við vinkonu mína á Bláklúti en það svarar alltaf einhver köttur í símann og hlær bara.
Held ég leggi mig núna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2008 | 14:10
Hvað er í gangi og hver er staðan
Það er ótrúlega skrítið að horfa á stöðuna sem kemur upp í þjóðfélaginu í dag, en eflaust eitthvað sem hefur ekki átt að koma á óvart. Hverjir eru vinir í raun?? Vinir leynast oft þar sem síst skyldi og sannir vinir koma þegar eitthvað bjátar á. Ísland stendur ekki eitt, við megum alls ekki falla í stafi og halda að allt sé glatað bara fyrir orðagljáður og frekju í nokkrum Bretum. Danir eru vinir okkar þótt okkur sýnist eitthvað annað í dag, held að Danir séu svo líkir okkur að þeir grípa fyrst til húmorsins og yfirborðskenndra framkomu í fyrsta kasti. Ekki gleyma þeim, þeir standa nær okkur og munu gera það meira en okkur grunar og þeir þurfa á okkur að halda jafn mikið og við á þeim. Við eigum fleiri vini, hver er það sem er annar helmingurinn af hjónabandinu ef við lítum á þetta í því samhengi? Hvar hefur Ísland sterkustu böndin og hvert er afkvæmið, nú er að leggja höfuðið í bleyti því þetta hjónaband heldur og gefur af sér í framtíðinni.
Það er borðliggjandi að við erum að skipta um hlutverk, hætta því sem var og leita nýrra fanga, ekki má þó líta á fyrri ár sem eitthvað glatað, við höfum sannarlega lært á því og uppskorið jafnt sem orðið fyrir uppskerubresti. Það liggur dýrmæt reynsla í mannauði, menntun og þekkingu og sú vinna er ekki glötuð. Tíminn stoppar ekki við höldum áfram. Við leggjumst ekki undir feld og látum brenna okkur inni. Nei ekki aldeilis nú skal plægður nýr akur og í hann verður sáð næsta vor. Þótt að okkur finnist í dag ekkert miða áfram þá erum við samt að komast í gegnum þetta, tvö skref áfram og eitt aftur á bak en samt áfram. Næsta sumar logar af krafti og það sem verið er að gera núna mun skila sér til okkar. Ekki leggja árar í bát þótt það sem virðist borðliggjandi í dag gangi ekki upp, stundum þarf meira til og þá er að opna næstu dyr. Það verða miklir brestir og margur mun ekki tala saman lengi eftir þennan vetur, fyrirtæki stór sem smá þola ekki álagið en önnur taka saman og jafnvel sameinast fyrirtæki sem áður var búið að skipta upp. Það er margur að leggja ný plön og með hugmyndir, Íslendingar eiga gífurlega stórt samskipta net og þegar hægist um aftur í fallinu sem ríður yfir heimsbyggðina þá á þetta eftir að skila sér til okkar.
Ríkisstjórnin á sína óvina og margur heldur að hún þoli ekki álagið. Ríkisstjórnin hefur um annað að hugsa núna en splundra samstarfinu. Það reynir á og menn ekki alltaf sammála en núna fyrst sjá menn hvað hver hefur að geyma og ef eitthvað er þá styrkjast böndin sem aldrei fyrr. Einhver gefst upp og finnur sig knúinn til að leka út því sem gerist og sagt er í hita leiksins. Konurnar eru sterkar en ég sé mig knúna til að nefna að þjóðin verður að gefa Ingibjörg svigrúm til að jafna sig eftir veikindin. En eitthvað ástarbrölt kemur út úr þessari miklu vinnu og jafnvel má gera ráð fyrir að einhverjir skipti um flokk áður en kjörtímabili líkur.
Eftir fimm ár má búast við að við verðum farin að fara upp á við aftur, sumir halda eflaust að það verði fyrr og fari út í einhver ævintýri en það er heillavænst að staldra við og byggja þjóðfélagið upp hægt og öruggt heldur en ana út í sortann. Hver skal hugsa um sjálfan sig og hvað hann getur lagt að mörkum. Lítum okkur nær og hugsum um hvort annað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2008 | 13:21
Sendum Ingibjörgu óskir um góðan bata
Ingibjörg Sólrún ekki á Norðurlandaráðsþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2008 | 10:16
Ég skal sega ykkur það
Yfir 53 þúsund undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar